Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 40

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 40
84 HEIMILI OG SKÓLI gert skyldu okkar? Höfum við verið svo sokkin ofan í prófaþvarganið og svo upptekin af því að reikna út, hvar skólabörnin okkar og við sjálf vorum í röðinni, að við höfum gleymt sjálfu uppeldishlutverkinu? Einmitt því meginatriði, sem hlýtur á öllum tím- um að vera grundvallarhugsjón skól- ans. Höfum við notfært okkur alla þá óteljandi möguleika, sem okkur voru gefnir í sögu og þjóðfélagsfræði Höf- um við lesið grafskriftina yfir Spart- verjunum í Laugaskarði? Höfum við lesið hana þannig fyrir nemendunum, að hún kveikti eld í ungum sálum, svo að hún birtist þeim með eldlegu letri — já, einmitt þetta: Gjörðu skyldu sína, jafnvel þótt það kosti þig lífið. Tökum svo andstæðuna, svikar- ana: Efíaltes, og úr okkar eigin sögu Björn Stallara, sein seldi sjálfan sig fyrir erlent gull. Hefur okkur tekizt að brenna það inn í hjörtu hinna ungu, að svikaranafnið er það and- styggilegasta, hið hryggilegasta, sem hægt er að gefa nokkrum manni? Höf- um við gjört þeim það ljóst, að svik- arinn hefur sjálfur dæmt sig úr þjóð- félaginu, frá mannlegu félagi, og að- eins Guð einn getur af náð sinni fyrir- gefið honum? Og hugsum okkur alla þá mögu- leika, sem bókmenntirnar leggja okk- ur upp í hendurnar. Hugsið ykkur aðra eins bókmenntaperlu og söguna ,,Síðasta kennslustundin í frönsku“ eftir Alphonse Daudet. Slík frásaga er ógleymanleg. Við sjáum fyrir okkur kennslustofuna í Elsass. Þjóðverjar hafa tekið héraðið. Fótatak þeirra lieyrist fyrir utan. Margir íbúar þorps- ins hafa safnazt saman ásamt börnun- um í skólastofunni. Þeir vita, að þar fer nú fram hinn síðasti tími í frönsku. Þarna situr gamli þorpsdjákninn og heldur á málfræðinni með krepptum fingrum, en tárin hrynja af augum hans. Lítill drengur hefur komið of seint i tíma. Hans sorg er einnig djúp. Hann kann ekki heldur málfræðina sína. Og nú gefst honum aldrei fram- ar tækifæri til að læra sitt fagra móð- urmál. En kennarinn heldur áfram að kenna, eins og lífið liggi við, og að lokum skrifar hann á skólatöfluna: ,,Liii Erakkland!“ Guð hjálpi okkur og forði okkur frá því, að nokkurn tíma komi til þess, að hægt verði að segja: Síðasta kennslulstund í norsku! — Slíkt er óhugsandi. En hvað um bókmenntir okkar? Höfum við notfært okkur þær? Þar höfum við af dæmafáum fjársjóðum að taka. Tökum t. d. ættjarðarljóð þeirra Wergelands og Björnsons. Nei — spurningu Scharffenbergs er enn ósvarað og verður ætíð ósvarað. En ég vona og trúi því, að þér, sem vinnið í skólanum í dag, valdið hlutverki yð- ar og getið svarað: Við þekkjum skyldu okkar. Við gerum hana eins vel og við getum. Eg vil draga upp aðra mynd. Það er af öllum þeim, sem stóðu, þegar óveðrið skall á. Ég þori ekki að halda því fram, að skólinn eigi heiðurinn af því, hvernig þeir brugðust við. Nei, þar koma margir aðilar til greina, og meðal annarra aldagömul menning á kristnum grundvelli, sem dafnað hafði í hinni hrjóstugu móðurmold Noregs. En einmitt vegna þess, að hún er hrjóstug og geymir svo mikið af striti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.