Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 13

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 13
HEIMILI OG SKÓLI 57 Norðurlöndum, og var það danski prófessorinn, Alfred Lehman, sem átti heiðurinn af því að ryðja henni braut meðal Dana. Norðmenn og Sví- ar fylgdu þó fast á eftir, og nú er svo komið, að aðferðum vinnusálfræðinn- ar er beitt meira og minna um öll Norðurlönd, nema hvað lítið sem ekk- ert hefur borið á henni hér á landi. Hvað er þá þessi vinnusálfræði og hvaða gagn getum við haft af henni? Vinnusálfræðin er sá hluti sálfræð- innar, sem leiðbeinendur í atvinnu- vali og leiðbeinendur í verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum styðjast við fyrst og fremst. Þá er fyrst að gera sér grein fyrir því, hvað leiðbeining í atvinnuvali er. Sál- fræðingar, sem að því vinna, leggja að- aláherzluna á, að leiðbeina ungling- unum, sem eru í þann veginn að velja sér ævistarf, en leiðbeining getur einn- ig komið til greina, ef fullorðinn mað- ur hefur í hyggju að skipta um vinnu, eða ef fyrirtæki fær marga umsækjend- ur um sömu stöðuna og vill tryggja sér val þess, sem hæfastur er af umsækj- endum. Langmestu máli skiptir, að rækt sé lögð við það að leiðbeina ungl- ingunum, því að á því getur lífsham- ingja þeirra oltið, að þeir velji sér ævi- starf, sem þeim hentar. Þar eð kennar- ar umgangast börn og unglinga allra stétta mest og þekkja þá öllum öðrum betur, er eðlilegt að leitað sé til þeirra um aðstoð hvað þetta snertir. Ég mun því í þessum fyrirlestri leggja aðal- áherzluna á að benda á, hvaða leið- beininga er mest þörf, hvers vegna það er og hvað hægt er að gera án nokkurs tilkostnaðar. II. Breytt viðhorj. Fram undir síðustu aldamót voru störf hér á landi svo fábreytt, að starfs- leiðbeininga hefði naumast verið þörf, þótt einhver hefði þá kunnað að veita þær. En það var þó ekki eingöngu fá- breytni starfanna, sem þessu réð, held- ur hitt, að stórir bæir voru þá engir til og hvert einasta barn í landinu ólst upp í beinu, lífrænu sambandi við at- vinnulífið. Börnin sáu og heyrðu talað um dagleg störf til sjávar og sveita frá því að þau fóru að hafa vit á að taka eftir slíku. í leikjum sínum bjuggu þau sig undir það, sem koma skyldi, flest sveitabörn munu hafa haldið kjúkum eða kjálkum til beitar áður en þeim var trúað fyrir vfirstöðu lifandi fjár, og margur sveitadrengur mun hafa fengizt við „þykjast slátt“ áður en honum var fengið orf og ljár. Fyrstu fálmkenndu vinnutilraunum barn- anna var fylgt af ástríkum foreldrum, eða öðru nákomnu fólki, sem var reiðubúið til aðstoðar og leiðbeininga, ef illa gekk. Ef öll nútímabörn ættu kost á svo nákvæmri kennslu, myndu leiðbeiningar kennara og sálfræðinga verða að mestu óþarfar, hvað þetta snertir. En aðstaðan er allt önnur í dag. Að- eins 28 prósent af þjóðinni er nú bú- sett í sveitum en 72 prósent í kaupstöð- um og meira en þriðjungurinn er bú- settur í Reykjavik. Fyrir 50 árum lifði svo að segja öll þjóðin á landbúnaði og fiskiveiðum, nú veitir iðnaðurinn flestum atvinnu og þar með er viðhorf- ið gjörbreytt og um leið skapaðir kost- ir og gallar nútímaþjóðfélagsins. \hð skulum nú staidra ögn við og bera saman aðstöðu Reykjavíkurbarns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.