Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 12

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 12
56 HEIMILI OG SKOLI ÓLAFUR GUNNARSSON, cand. psych: Hvað er vinnusálfræði? Erindi flutt í Kennaraskóla íslands þann I. febrúar 1952 I. Nú eru 92 ár liðin, síðan fyrstu til- raunirnar á vettvangi sálfræðinnar voru gerðar. Fyrir þann tíma má segja, að sálfræðin væri hluti af heimspek- inni og því einkum hugsunar- en ekki tilraunavísindi. Ekki svo að skilja, að ekki þurfi að beita hugsun við til- raunasálfræði, en tilraunasálfræðing- urinn iætur sér ekki nægja að hugsa um vandamálin, lieldur rannsakar hann þau á ýmsan hátt, meðal annars með alls konar mælitækjum. Hefur sálfræðin því nálgast mjög eðlisfræð- ina og fjölda sálfræðilegra tilrauna er ókleift að framkvæma nema að hafa allvel útbúnar rannsóknarstofur með fjölda mismunandi mælitækja. — A þessum 92 árum, sent liðin eru síðan tilraunasálfræðin skaut upp kollinum, hafa margar stefnur innan sálfræðinn- ar rutt sér til rúms. Sumar þeirra hafa orðið skammæar og ekki skilið eftir greinileg spor, aðrar hafa orðið voldug stórveldi í þessari tiltölulega nýju vís- indagrein eins og tengslasálfræðin, að- ferðasálfræðin, heildasálfræðin og nú síðast sú stefna, sem byggir fræðikerfi sitt á rannsóknum á hinum ýmsu þörf- um manna, en aðalfrumherji þeirrar stefnu, Ameríkaninn Murray, er enn á lífi. Það er ekki tilgangur þessa erindis, að utskýra stefnur innan sálfræðinnar né ræða kosti þeirra og galla. Ég minn- ist aðeins á þessi atriði til þess að geta bent á, að vinnusálfræðin á sína for- eldra, eins og aðrir unglingar, en það er þessi fræðigrein, og þó öllu heldur barn, ef miðað er við hin háöldruðu sálvísindi, sem rekja má til Austur- landaþjóða. Vinnusálfræðin, sem hag- nýt og að nokkru leyti sjálfstæð fræði- grein, er ekki nema þrítug, og eins og flestar eða allar hagnýtar greinar sál- fræðinnar, hefur hún átt mestu braut- argengi að fagna í Ameríku, en 1918 mun fyrst hafa borið á henni hér á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.