Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 12
56
HEIMILI OG SKOLI
ÓLAFUR GUNNARSSON, cand. psych:
Hvað er
vinnusálfræði?
Erindi flutt í Kennaraskóla
íslands þann I. febrúar 1952
I.
Nú eru 92 ár liðin, síðan fyrstu til-
raunirnar á vettvangi sálfræðinnar
voru gerðar. Fyrir þann tíma má segja,
að sálfræðin væri hluti af heimspek-
inni og því einkum hugsunar- en ekki
tilraunavísindi. Ekki svo að skilja, að
ekki þurfi að beita hugsun við til-
raunasálfræði, en tilraunasálfræðing-
urinn iætur sér ekki nægja að hugsa
um vandamálin, lieldur rannsakar
hann þau á ýmsan hátt, meðal annars
með alls konar mælitækjum. Hefur
sálfræðin því nálgast mjög eðlisfræð-
ina og fjölda sálfræðilegra tilrauna er
ókleift að framkvæma nema að hafa
allvel útbúnar rannsóknarstofur með
fjölda mismunandi mælitækja. — A
þessum 92 árum, sent liðin eru síðan
tilraunasálfræðin skaut upp kollinum,
hafa margar stefnur innan sálfræðinn-
ar rutt sér til rúms. Sumar þeirra hafa
orðið skammæar og ekki skilið eftir
greinileg spor, aðrar hafa orðið voldug
stórveldi í þessari tiltölulega nýju vís-
indagrein eins og tengslasálfræðin, að-
ferðasálfræðin, heildasálfræðin og nú
síðast sú stefna, sem byggir fræðikerfi
sitt á rannsóknum á hinum ýmsu þörf-
um manna, en aðalfrumherji þeirrar
stefnu, Ameríkaninn Murray, er enn
á lífi.
Það er ekki tilgangur þessa erindis,
að utskýra stefnur innan sálfræðinnar
né ræða kosti þeirra og galla. Ég minn-
ist aðeins á þessi atriði til þess að geta
bent á, að vinnusálfræðin á sína for-
eldra, eins og aðrir unglingar, en það
er þessi fræðigrein, og þó öllu heldur
barn, ef miðað er við hin háöldruðu
sálvísindi, sem rekja má til Austur-
landaþjóða. Vinnusálfræðin, sem hag-
nýt og að nokkru leyti sjálfstæð fræði-
grein, er ekki nema þrítug, og eins og
flestar eða allar hagnýtar greinar sál-
fræðinnar, hefur hún átt mestu braut-
argengi að fagna í Ameríku, en 1918
mun fyrst hafa borið á henni hér á