Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 36
80
HEIMILI OG SKÓLI
Kennaramót að Laugum
Samband norðlenzkra bamakennara
hafði forgöngu að kennaramóti að Laug-
um í Reykjadal dagana 4.—11. júní 1952.
Var þetta fimmta mót sambandsins, en það
hefur um skeið verið venja, að þau væru
haldin annað hvort ár, til skiptis í þrem
sýslum norðanlands: Skagafjarðarsýslu,
Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu. Síð-
asta mót var á Akureyri 1950. Næsta mót
er ráðgert að verði að Hólum í Hjaltadal
árið 1954.
Formaður sambandsins, Sigurður Gimn-
arsson, setti mótið með ræðu. Forseti var
kjörinn Snorri Sigfússon, en ritarar Sig-
urður Hallmarsson og Þórgnýr Guð-
mundsson .Stjóm Sambands norðlenzkra
bamakennara hafði undirbúið mótið í
samráði við námsstjóra Norðurlands,
Snorra Sigfússon. — Mótið sóttu um 40
kennarar af sambandssvæðinu, auk þeirra,
er kennslu höfðu með höndum og leið-
beiningar.
Kennarar þeir, er sóttu mót þetta, nutu
kennslu og leiðbeininga í starfi sínu þessa
daga að Laugum. Leiðbeinendur voru
þessir: dr. Broddi Jóhannesson í uppeldis-
fræði, Egill Þórláksson í móðurmáls-
kennslu, Helgi Hálfdánarson í framsögn,
Helgi Tryggvason í kristnifræðikennslu,
frú Sigrún Gunnlaugsdóttir í töfluteiknun
og Sigurður Ólafsson í útskurði. — Nokk-
ur erindi voru flutt á mótinu. Þessir fluttu
erindi: Snorri Sigfússon, Jóhannes Guð-
mundsson, Lilja Sigurðardóttir og Þór-
gnýr Guðmundsson. — Skemmtanir voru
öll kvöldin og skemmtu menn sér við upp-
lestur, gamanþætti, söng, leiki, skugga-
og kvikmyndasýningar. Á mótinu ríkti
mikil glaðværð og áhugi, eins og á öllum
fyrri mótum sambandsins.
Stjórn Sambands norðlenzkra bama-
kennara hafði undirbúning með það, að
mótsgestir færu skemmtiferð. En það gat
ekki orðið vegna þess, hve veður var
óhagstætt þessa daga.
Óskar Ágústsson, kennari á Laugum, sá
mótsgestum fyrir fæði, en þeir bjuggu í
húsakynnum alþýðuskólans. Nutu þeir þar
mikillar fyrirgreiðslu skólastjórans, Sig-
urðar Kristjánssonar. — Nokkra mótsdag-
ana var svo sýning á skrift, teikningum,
vinnubókum og handavinnu skólabama úr
mörgum skólahverfum í Þingeyjarsýslum.
Á mótinu voru samþykktar nokkrar til-
lögur og ályktanir. Helztar voru þessar frá
aðalfundi Sambands norðlenzkra bama-
kennara:
I. Vinnubókamálið:
a) „5. þing S. N. B. lýsir ánægju sinní
yfir störfum vinnubókarnefndar þeirrar,
er fulltrúaþing S. í. B. skipaði í júní 1950,
og telur þau stefna í rétta átt. Þingið mæl-
ir eindregið með því, að átthagafræði-
handrit nefndarinnar verði gefið út sem
handbók fyrir kennara, og skorar á
fræðslumálastjómina að vinna að því sem
fyrst.“
b) „5 -þing S. N. B. fagnar því, að ríkis-
útgáfa námsbóka skuli hafa byrjað á út-
gáfu mynda til notkunar við vinnubóka-
gerð í skólum. Væntir þingið þess fastlega,
raunar sannfærður um, að þarna væri
um mikil útflutningsverðmæti að
ræða fyrir íslenzku þjóðina.
Þær vonir munu þó Jiafa luugðizt
— því miður.
Vísindamaðurinn ameríski kom til
liöfuðstaðarins nokkrum dögum áður
en ég fór af spítalanum. Um sama leyti
liættu heimsóknir frænda míns.
Þá var ég daufur í dálkinn, enda
þótt broshýrar „nunnur" leituðust við
ajð gera mér allt til hæfis.