Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 36

Heimili og skóli - 01.08.1952, Blaðsíða 36
80 HEIMILI OG SKÓLI Kennaramót að Laugum Samband norðlenzkra bamakennara hafði forgöngu að kennaramóti að Laug- um í Reykjadal dagana 4.—11. júní 1952. Var þetta fimmta mót sambandsins, en það hefur um skeið verið venja, að þau væru haldin annað hvort ár, til skiptis í þrem sýslum norðanlands: Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu. Síð- asta mót var á Akureyri 1950. Næsta mót er ráðgert að verði að Hólum í Hjaltadal árið 1954. Formaður sambandsins, Sigurður Gimn- arsson, setti mótið með ræðu. Forseti var kjörinn Snorri Sigfússon, en ritarar Sig- urður Hallmarsson og Þórgnýr Guð- mundsson .Stjóm Sambands norðlenzkra bamakennara hafði undirbúið mótið í samráði við námsstjóra Norðurlands, Snorra Sigfússon. — Mótið sóttu um 40 kennarar af sambandssvæðinu, auk þeirra, er kennslu höfðu með höndum og leið- beiningar. Kennarar þeir, er sóttu mót þetta, nutu kennslu og leiðbeininga í starfi sínu þessa daga að Laugum. Leiðbeinendur voru þessir: dr. Broddi Jóhannesson í uppeldis- fræði, Egill Þórláksson í móðurmáls- kennslu, Helgi Hálfdánarson í framsögn, Helgi Tryggvason í kristnifræðikennslu, frú Sigrún Gunnlaugsdóttir í töfluteiknun og Sigurður Ólafsson í útskurði. — Nokk- ur erindi voru flutt á mótinu. Þessir fluttu erindi: Snorri Sigfússon, Jóhannes Guð- mundsson, Lilja Sigurðardóttir og Þór- gnýr Guðmundsson. — Skemmtanir voru öll kvöldin og skemmtu menn sér við upp- lestur, gamanþætti, söng, leiki, skugga- og kvikmyndasýningar. Á mótinu ríkti mikil glaðværð og áhugi, eins og á öllum fyrri mótum sambandsins. Stjórn Sambands norðlenzkra bama- kennara hafði undirbúning með það, að mótsgestir færu skemmtiferð. En það gat ekki orðið vegna þess, hve veður var óhagstætt þessa daga. Óskar Ágústsson, kennari á Laugum, sá mótsgestum fyrir fæði, en þeir bjuggu í húsakynnum alþýðuskólans. Nutu þeir þar mikillar fyrirgreiðslu skólastjórans, Sig- urðar Kristjánssonar. — Nokkra mótsdag- ana var svo sýning á skrift, teikningum, vinnubókum og handavinnu skólabama úr mörgum skólahverfum í Þingeyjarsýslum. Á mótinu voru samþykktar nokkrar til- lögur og ályktanir. Helztar voru þessar frá aðalfundi Sambands norðlenzkra bama- kennara: I. Vinnubókamálið: a) „5. þing S. N. B. lýsir ánægju sinní yfir störfum vinnubókarnefndar þeirrar, er fulltrúaþing S. í. B. skipaði í júní 1950, og telur þau stefna í rétta átt. Þingið mæl- ir eindregið með því, að átthagafræði- handrit nefndarinnar verði gefið út sem handbók fyrir kennara, og skorar á fræðslumálastjómina að vinna að því sem fyrst.“ b) „5 -þing S. N. B. fagnar því, að ríkis- útgáfa námsbóka skuli hafa byrjað á út- gáfu mynda til notkunar við vinnubóka- gerð í skólum. Væntir þingið þess fastlega, raunar sannfærður um, að þarna væri um mikil útflutningsverðmæti að ræða fyrir íslenzku þjóðina. Þær vonir munu þó Jiafa luugðizt — því miður. Vísindamaðurinn ameríski kom til liöfuðstaðarins nokkrum dögum áður en ég fór af spítalanum. Um sama leyti liættu heimsóknir frænda míns. Þá var ég daufur í dálkinn, enda þótt broshýrar „nunnur" leituðust við ajð gera mér allt til hæfis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.