Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 32
LÆKNANEMINN
gefa almennt yfirlit yfir þessar
greinar. Það er bráðanauðsyn að
skera mjög niður kennslu í macro-
scopiskum lýsingum á manns-
líkamanum, dissections-anatómíu,
en kenna frekar special líffæra-
fræði síðar, þar sem hún er hag-
nýt, t. d. í sambandi við ýmsa
kirurgiu og röntgenologiu. Sama
gildir um lífeðlisfræði, lyfjafræði
og lífefnafræði. Aðalatriðið er að
kynna stúdentum nokkrar aðal-
starfsaðferðir, sem þessar greinar
byggjast á, en íþyngja þeim sem
minnst með ýmsum þekkingarleg-
um smáatriðum.
Þegar þessum undirbúningi er
lokið, ætti að hefjast tilrauna-
þjálfun stúdentsins, mikilvægasta
stigið í náminu, eins og ég hef áð-
ur drepið á. Þá hugsa ég mér, að
hann taki fyrir einhverja aðal-
rannsóknagrein, t. d. vefjafræði,
lífefnafræði eða lífeðlisfræði, og
honum sé skylt að starfa að til-
raunum í þessari grein a. m. k.
í eitt ár sem aðalstarfi, sennilega
lengur, t. d. eitt og hálft ár. Lík-
lega er lífeðlisfræði heppilegust
læknastúdentum til rannsókna-
náms. Á sama tíma mundu stúd-
enti vera kynntar aðferðir í hag-
nýtri læknisfræði, bæði kliniskri
læknisfræði og hinum ýmsu grein-
um kliniskrar pathologiu.
Að loknu tilraunatímabilinu eða
tilraunanámi stúdentsins mundi
hliðstætt því, sem honum voru
kennd undirstöðuatriði í líffæra-,
lífeðlis- og lífefnafræði á 2. ári,
vera farið skipulega í undirstöðu-
atriði hinna ýmsu greina meina-
fræðinnar, einkum hinar functi-
onel hliðar þeirra fremur en hin-
ar morphologisku.
Mundi það sennilega ekki taka
meira en hálft og í mesta lagi eitt
kennsluár, og þá samfara undir-
búnings- eða yfirlitsyfirferð í
microbiologiu. Aðalatriðið er að
eyða ekki löngum tíma í að kynna
stúdentinum þessar greinar, leggja
áherzlu á starfsaðferðir grein-
anna, en troða sem minnstu í hann
af þekkingarspörðum.
Eftir 4—4% ár frá upphafi
náms, mundi stúdentinn hefja
kliniskt nám, og væri það aðallega
fólgið í starfi á sjúkradeildum og
kliniskum rannsóknadeildum í
meinvefjafræði, meinefnafræði,
blóðmeinafræði og sýklafræði. Á
sama tíma yrðu haldnir fyrirlestr-
ar, þar sem teknir væru fyrir á
tilsettum tíma ákveðnir sjúkdóma-
hópar, t. d. sjúkdómar í ákveðnum
líffærum. Að hverjum fyrirlestra-
flokki stæðu sérfræðingar hinna
ýmsu greina; þ. e. einum sérfræð-
ingi, t. d. lyflækni eða skurðlækni
yrði ekki falið að kenna ,,allt“ rnn
lifrarsjúkdóma, eins og nú er,
heldur kæmu þar að fleiri kennar-
ar. Meinvefjafræðingur lýsti t. d.
morphologiskum röskunum við
hina ýmsu lifrarsjúkdóma, mein-
efnafræðingur efnaröskunum,
sýklafræðingur færi í microbio-
logiu þeirra, röntgenlæknir, skurð-
læknir og lyflæknir færu í hina
klinisku hlið þeirra, og tveir þeir
síðasttöldu færu í meðferð á sjúk-
dómum, sem er raunverulega sér-
grein þeirra.
Með þessari tilhögun ynnist
margt. Nánari tengsl yrðu milli
hinna ýmsu greina, sem nú eru
kenndar í miðhluta, og klinislcra
greina síðasta hluta. Fyrirlestr-
arnir yrðu betri, árangursríkari,
þar sem þeir yrðu byggðir á meiri
þekkingu fyrirlesaranna og stúd-
entinn slyppi við þá endaleysu,
sem nú hendir, að t. d. skurð-
læknir og lyflæknir kenni um einn
sjúkdóm á þann hátt, að hann
komi stúdentinum fyrir sjónir
sem tveir sjúkdómar.