Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 32

Læknaneminn - 01.11.1965, Qupperneq 32
LÆKNANEMINN gefa almennt yfirlit yfir þessar greinar. Það er bráðanauðsyn að skera mjög niður kennslu í macro- scopiskum lýsingum á manns- líkamanum, dissections-anatómíu, en kenna frekar special líffæra- fræði síðar, þar sem hún er hag- nýt, t. d. í sambandi við ýmsa kirurgiu og röntgenologiu. Sama gildir um lífeðlisfræði, lyfjafræði og lífefnafræði. Aðalatriðið er að kynna stúdentum nokkrar aðal- starfsaðferðir, sem þessar greinar byggjast á, en íþyngja þeim sem minnst með ýmsum þekkingarleg- um smáatriðum. Þegar þessum undirbúningi er lokið, ætti að hefjast tilrauna- þjálfun stúdentsins, mikilvægasta stigið í náminu, eins og ég hef áð- ur drepið á. Þá hugsa ég mér, að hann taki fyrir einhverja aðal- rannsóknagrein, t. d. vefjafræði, lífefnafræði eða lífeðlisfræði, og honum sé skylt að starfa að til- raunum í þessari grein a. m. k. í eitt ár sem aðalstarfi, sennilega lengur, t. d. eitt og hálft ár. Lík- lega er lífeðlisfræði heppilegust læknastúdentum til rannsókna- náms. Á sama tíma mundu stúd- enti vera kynntar aðferðir í hag- nýtri læknisfræði, bæði kliniskri læknisfræði og hinum ýmsu grein- um kliniskrar pathologiu. Að loknu tilraunatímabilinu eða tilraunanámi stúdentsins mundi hliðstætt því, sem honum voru kennd undirstöðuatriði í líffæra-, lífeðlis- og lífefnafræði á 2. ári, vera farið skipulega í undirstöðu- atriði hinna ýmsu greina meina- fræðinnar, einkum hinar functi- onel hliðar þeirra fremur en hin- ar morphologisku. Mundi það sennilega ekki taka meira en hálft og í mesta lagi eitt kennsluár, og þá samfara undir- búnings- eða yfirlitsyfirferð í microbiologiu. Aðalatriðið er að eyða ekki löngum tíma í að kynna stúdentinum þessar greinar, leggja áherzlu á starfsaðferðir grein- anna, en troða sem minnstu í hann af þekkingarspörðum. Eftir 4—4% ár frá upphafi náms, mundi stúdentinn hefja kliniskt nám, og væri það aðallega fólgið í starfi á sjúkradeildum og kliniskum rannsóknadeildum í meinvefjafræði, meinefnafræði, blóðmeinafræði og sýklafræði. Á sama tíma yrðu haldnir fyrirlestr- ar, þar sem teknir væru fyrir á tilsettum tíma ákveðnir sjúkdóma- hópar, t. d. sjúkdómar í ákveðnum líffærum. Að hverjum fyrirlestra- flokki stæðu sérfræðingar hinna ýmsu greina; þ. e. einum sérfræð- ingi, t. d. lyflækni eða skurðlækni yrði ekki falið að kenna ,,allt“ rnn lifrarsjúkdóma, eins og nú er, heldur kæmu þar að fleiri kennar- ar. Meinvefjafræðingur lýsti t. d. morphologiskum röskunum við hina ýmsu lifrarsjúkdóma, mein- efnafræðingur efnaröskunum, sýklafræðingur færi í microbio- logiu þeirra, röntgenlæknir, skurð- læknir og lyflæknir færu í hina klinisku hlið þeirra, og tveir þeir síðasttöldu færu í meðferð á sjúk- dómum, sem er raunverulega sér- grein þeirra. Með þessari tilhögun ynnist margt. Nánari tengsl yrðu milli hinna ýmsu greina, sem nú eru kenndar í miðhluta, og klinislcra greina síðasta hluta. Fyrirlestr- arnir yrðu betri, árangursríkari, þar sem þeir yrðu byggðir á meiri þekkingu fyrirlesaranna og stúd- entinn slyppi við þá endaleysu, sem nú hendir, að t. d. skurð- læknir og lyflæknir kenni um einn sjúkdóm á þann hátt, að hann komi stúdentinum fyrir sjónir sem tveir sjúkdómar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.