Læknaneminn


Læknaneminn - 01.06.1970, Side 13

Læknaneminn - 01.06.1970, Side 13
LÆKNANEMINN 13 Frá ritstjórn Markmið lœknakennslu Flest bendir nú í þá átt, að byrjað verði að kenna eftir nýju reglu- gerðinni næstkomandi haust, a. m. k. á fyrsta ári. Víst er það, að ýmis- legt má við þá gömlu athuga, en jafnframt verður að hafa hugfast, að ný reglugerð út af fyrir sig er ekkert lausnarorð, þótt ýmsir virðist þess sinnis. Til þess að nýja reglugerðin nýtist eins og til er ætlazt, verður hugur að fylgja þar máli, ekki hvað sízt þar sem meira mun reyna á kennslukrafta deildarinnar. Bæði kennarar og nemendur verða sífellt að spyrja sig spurninga, hvernig hinum ýmsu þáttum kennsl- unnar verði betur fyrir komið og hvernig bezt verði nálgazt markmið læknakennslu. Að öðrum kosti er hætt við, að ávinningur af nýrri kennslureglugerð verði lítið meiri en nafnið eitt. Hvert er annars markmið læknakennslu ? I rauninni á svarið við þeirri spurningu að vera sú eina örugga forsenda, sem gengið er út frá til hugleiðinga um eitt eða annað varðandi læknakennslu. I ljósi hennar verður síðan metið á hverjum tíma, hvað og hvernig verði bezt kennt. Markmið lœknakennslu á fyrst og fremst að vera það að veita lœknanemum þá þekkingu og innsýn, að þeir hafi hvað hezta mögu- leika til að fylgjast með þróuninni innan læknisfræðinnar. Ekki er nóg að miða kennsluna einvörðungu við þá vitneskju, sem álitin er nægj- anleg starfandi læknum á hverjum tíma, heldur verður einnig að haga kennslunni þannig, að sem auðveldast verði fyrir lækna að fylgjast með nýjungum og tileinka sér þær. Fjölmargir eru þeirrar skoðunar, að markmið læknakennslu hljóti að vera hið sama og markmið læknisfræðinnar. En raunar er hér um að ræða tvö sjónarmið, sem bezt er haldið aðskildum, þótt skyld séu. Markmið lœknisfræðinnar er að þjóna hinum sjúku og um leið því sam- félagi, sem lœknisfrœðin er hluti af. Samfélagið á því þær kröfur til lækna sem annarra sérlærðra manna, að þeir standi starfslega eins nálægt nútíðinni og framast er unnt. Það spyr fyrst og fremst, hvernig starfað er, en síður hver þekkingin er. Hins vegar hefur samfélagið jafnan lítinn áhuga og takmarkaðan skilning á, hvernig haldið verði í horfinu. Þar kemur til kasta háskólanna. Hvernig verður þá bezt nálgazt markmið læknakennslu ? Ekki er lengur hægt að gera ráð fyrir því, að sú þekking, sem læknar hafa við embættispróf, dugi þeim um aldur og ævi, eins og „í þá gömlu, góðu daga“. Því verður læknakennslan bæði að uppfylla starfslegar kröfur samfélagsins á hverjum tíma og einnig að taka mið af framtíðinni, þ. e. veita nemendum hvað bezta möguleika til að fylgjast með þróuninni innan fræðigreinarinnar, sem þar að auki virðist nú æ örari. Jafnframt er Ijóst, að örlög flestra kennslubóka eru þau að vera 5—10 ára gaml-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.