Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 52

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 52
TAFLA2 Magn alkóhóls (%o w/v) í blóðsýnum á mismunandi tíma eflir sendingu í pósti til og frá tveggja staða utan Reykjavíkur. - Glös C, D og C-C, sjá texta. Nr. Glös C Glös D Glös C-C 1 0,91 0,87 0,87 2 0,78 0,76 0,72 3 0,64 0,64 0,62 4 0,91 0,93 0,92 5 1,05 1,03 1,04 6 0,77 0,79 0,80 7 0,66 0,69 0,68 8 1,01 1,02 1,00 9 0,87 0,87 0,85 10 1,06 1,09 1,06 11 1,07 1,10 1,07 12 0,76 0,77 0,76 13 0,90 0,91 0,91 14 0,81 0,77 0,76 15 0,87 0,86 0,84 10 0,73 0,72 0,71 17 1,01 1,01 0,92 18 1,31 1,41 1,33 19 0,74 0,74 0,71 20 0,73 0,71 0,71 Meðaltal 0,87 0,88 0,86 vikmarka, sem sýnd eru fyrir sýni í glösum A í töflu 1. Utnrteifa ot/ ályletanir Ef vissar tegundir baktería eða gersveppir eru í blóðsýnum, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli, kann það að breyta niðurstöðutölum verulega. Hætta á slíkum skekkjum er mun meiri, ef um lík- blóð er að ræða en blóð úr lifandi mönnum (Curry, 1972). Venjulega leiðir örverugróður fremur lil aukins alkóhólsmagns í líksýnum en minnkunar. Orverur geta þannig beinlínis myndað alkóhól. Við hagstæð skilyrði (geymt við 37° í ca. 12 klst.) getur mynd- ast mjög verulegt magn alkóhóls í blóðsýnum, sem tekin hafa verið úr líkum (allt að því l,5%o). Hitt er þó einnig vel þekkt, að þéttni alkóhóls minnkar í sýnum, sem tekin eru úr líkum og geymd. Eru í þessu tilviki væntanlega að verki enzým í vefjum hins látna auk enzýma í þeim örverum, sem fyrr greinir. Má líta svo á, að umræddar breytingar, þ. e. a. s. myndun alkóhóls eða umbrot þess í líkblóði og öðrum líksýnum, sé liður í rotnimarbreytingum, er verða við dauða eða geymslu sýna utan líkamans. Þess má hér geta, að yfirleitt er talið, að alkóhól myndist mun síður í þvagsýnum en í blóðsýnum, sem tekin eru úr líkum (sbr. Curry, 1972). Ef blóðsýni eru lekin úr lifandi mönnum og æski- legs hreinlætis er gætt, er ólíklegt, að örverugróður leiði lil nýmyndunar alkóhóls, enda þótt sýnin séu geymd við stofuhita. Hitt er algengt, að þéttni alkó- hóls fari minnkandi, þegar slík sýni eru geymd, einkum við slofuhita (sbr. Smalldon, 1973). Orsakir þessara breytinga er að hluta að rekja til örvera (rotnunj, en að hluta tíl efnaskipta í rauðum blóð- kornum, sem ekki verða með öllu felld undir rotnun. Curry (1972) og Smalldon (1973) mæla báðir með því, að notað sé 1% (w/v) natríumflúoríð til þess að rotverja blóðsýni og önnur sýni, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli. Smalldon (1973) legg- ur á það áherslu, að jafnvel þetta magn natríum- Ilúoríðs hamli ekki með öllu umbroti alkóhóls eða minnkun í sýnum, er tekin væru úr lifandi mönnum og geymd við stofuhita (20°). Hann fann þannig, að í flúorvörðum blóðsýnum minnkaði alkóhól- magnið jafnt og þétt og var að átta vikum liðnum 10-15% lægra en í upphafi. Eftir það virtist alkó- hólþéttnin minnka mjög hægt. Smalldon rekur þessi umbrot alkóhóls til oxunar í acetaldahýð, er fram fari í rauðum blóðkornum, eins og áður er drepið á. Leggur hann til, að notuð séu ásamt natríumflúoríði önnur efni, svo sem natríumsúlfít eða natríumnítrít, til þess að hefta umbrot alkóhóls í rauðum blóð- kornum. Við fyrri tilraunir, er fóru fram í rannsóknastof- unni á árunum 1973-74 (sbr. texta), þótti hins vegar þegar sýnt, að fjórfalt meira magn natríumflúoríðs eða 4% (w/v) í blóðsýnum myndi gera nær sama gagn og 1% natríumflúoríð ásamt natríumsúlfíti eða natríumnítríti í lilraunum Smalldons. Varð því ofan á að notast einvörðungu við flúoríð í greindu magni í sýnaglösum. Af töflu 1 má þannig sjá, að geymsla blóðsýna í kæliskáp í allt að sjö vikur (glös B-B) leiðir til sáralítillar minnkunar alkóhólsmagns. Póst- flutningur sýna til og frá tveimur stöðum, er liggja 38 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.