Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 52

Læknaneminn - 01.10.1979, Blaðsíða 52
TAFLA2 Magn alkóhóls (%o w/v) í blóðsýnum á mismunandi tíma eflir sendingu í pósti til og frá tveggja staða utan Reykjavíkur. - Glös C, D og C-C, sjá texta. Nr. Glös C Glös D Glös C-C 1 0,91 0,87 0,87 2 0,78 0,76 0,72 3 0,64 0,64 0,62 4 0,91 0,93 0,92 5 1,05 1,03 1,04 6 0,77 0,79 0,80 7 0,66 0,69 0,68 8 1,01 1,02 1,00 9 0,87 0,87 0,85 10 1,06 1,09 1,06 11 1,07 1,10 1,07 12 0,76 0,77 0,76 13 0,90 0,91 0,91 14 0,81 0,77 0,76 15 0,87 0,86 0,84 10 0,73 0,72 0,71 17 1,01 1,01 0,92 18 1,31 1,41 1,33 19 0,74 0,74 0,71 20 0,73 0,71 0,71 Meðaltal 0,87 0,88 0,86 vikmarka, sem sýnd eru fyrir sýni í glösum A í töflu 1. Utnrteifa ot/ ályletanir Ef vissar tegundir baktería eða gersveppir eru í blóðsýnum, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli, kann það að breyta niðurstöðutölum verulega. Hætta á slíkum skekkjum er mun meiri, ef um lík- blóð er að ræða en blóð úr lifandi mönnum (Curry, 1972). Venjulega leiðir örverugróður fremur lil aukins alkóhólsmagns í líksýnum en minnkunar. Orverur geta þannig beinlínis myndað alkóhól. Við hagstæð skilyrði (geymt við 37° í ca. 12 klst.) getur mynd- ast mjög verulegt magn alkóhóls í blóðsýnum, sem tekin hafa verið úr líkum (allt að því l,5%o). Hitt er þó einnig vel þekkt, að þéttni alkóhóls minnkar í sýnum, sem tekin eru úr líkum og geymd. Eru í þessu tilviki væntanlega að verki enzým í vefjum hins látna auk enzýma í þeim örverum, sem fyrr greinir. Má líta svo á, að umræddar breytingar, þ. e. a. s. myndun alkóhóls eða umbrot þess í líkblóði og öðrum líksýnum, sé liður í rotnimarbreytingum, er verða við dauða eða geymslu sýna utan líkamans. Þess má hér geta, að yfirleitt er talið, að alkóhól myndist mun síður í þvagsýnum en í blóðsýnum, sem tekin eru úr líkum (sbr. Curry, 1972). Ef blóðsýni eru lekin úr lifandi mönnum og æski- legs hreinlætis er gætt, er ólíklegt, að örverugróður leiði lil nýmyndunar alkóhóls, enda þótt sýnin séu geymd við stofuhita. Hitt er algengt, að þéttni alkó- hóls fari minnkandi, þegar slík sýni eru geymd, einkum við slofuhita (sbr. Smalldon, 1973). Orsakir þessara breytinga er að hluta að rekja til örvera (rotnunj, en að hluta tíl efnaskipta í rauðum blóð- kornum, sem ekki verða með öllu felld undir rotnun. Curry (1972) og Smalldon (1973) mæla báðir með því, að notað sé 1% (w/v) natríumflúoríð til þess að rotverja blóðsýni og önnur sýni, sem tekin eru til ákvörðunar á alkóhóli. Smalldon (1973) legg- ur á það áherslu, að jafnvel þetta magn natríum- Ilúoríðs hamli ekki með öllu umbroti alkóhóls eða minnkun í sýnum, er tekin væru úr lifandi mönnum og geymd við stofuhita (20°). Hann fann þannig, að í flúorvörðum blóðsýnum minnkaði alkóhól- magnið jafnt og þétt og var að átta vikum liðnum 10-15% lægra en í upphafi. Eftir það virtist alkó- hólþéttnin minnka mjög hægt. Smalldon rekur þessi umbrot alkóhóls til oxunar í acetaldahýð, er fram fari í rauðum blóðkornum, eins og áður er drepið á. Leggur hann til, að notuð séu ásamt natríumflúoríði önnur efni, svo sem natríumsúlfít eða natríumnítrít, til þess að hefta umbrot alkóhóls í rauðum blóð- kornum. Við fyrri tilraunir, er fóru fram í rannsóknastof- unni á árunum 1973-74 (sbr. texta), þótti hins vegar þegar sýnt, að fjórfalt meira magn natríumflúoríðs eða 4% (w/v) í blóðsýnum myndi gera nær sama gagn og 1% natríumflúoríð ásamt natríumsúlfíti eða natríumnítríti í lilraunum Smalldons. Varð því ofan á að notast einvörðungu við flúoríð í greindu magni í sýnaglösum. Af töflu 1 má þannig sjá, að geymsla blóðsýna í kæliskáp í allt að sjö vikur (glös B-B) leiðir til sáralítillar minnkunar alkóhólsmagns. Póst- flutningur sýna til og frá tveimur stöðum, er liggja 38 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.