Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 8
W Þekkt dauðsföll Súlurit sem sýnir nýgengi alnæmis og dauðsföll af þess völdum á sex mánaða tíma- bilum í Bandaríkjunum fram til ársloka 1984. 3. Um 7% alnæmissjúklinga er ekki hægt að tengja við neinn ákveðinn áhættuhóp. Innan þessa hóps er oftast talið að um hetero- sexual borið alnæmi sé að ræða. Ennfremur innflytjendur frá Haiti, sem ekki eru lengur taldir vera sérstakur áhættuhópur. 4. Blæðarar sem hafa þurft að fá storkuþætti frá mörgum blóðgjöf- um eru 1%. Nýlegar mótefna- mælingar sýna að næstum aliir blæðarar í Bandaríkjunum hafa komist í snertingu við alnæmis- veiruna. 5. Blóðþegar eru vaxandi áhættu- hópur fyrir alnæmi. Þó er ekki ljóst hversvegna aðeins 100-200 blóðþegar hafa fengið sjúkdóm- inn, þar sem 3-4 milljónir blóð- gjafir eru gefnar á hverju ári í Bandaríkjunum. Hugsanlega skýrist þetta af hinum langa inc- ubations-tíma alnæmis. Þetta gæti þýtt mikla aukningu alnæmis meðal blóðþega á næstu árum. í Evrópu hafa alnæmissjúklingar skipst niður í áhættuhópa ekki ósvip- aða þeim bandarísku. Hópar homo- og heterosexuels borins alnæmis skipa þó báðir stærri sess í Evrópu. í apríl 1985 voru Danir með hæstu tíðni alnæmis í Evrópu (u.þ.b. 7/1.000.000 íbúa).20 Orsök alnæmis Orsakir þessa áður óþekkta sjúkdóms voru vísindamönnum sem og öðrum mikil ráðgáta. Getgátur komu upp um að þarna væri um afbrigðilega Hepatitis B veiru að ræða enda eru smitleiðir hennar um margt keimlík- ar alnæmis veirunnar. Enn aðrir töldu orsakanna að leita hjá einhverri af þeim sýkingum sem fylgdu alnæmi (t.d. cytomegaloveiru). Sem dæmi um það hve menn leituðu orskanna víða má nefna að um tíma var talið að notkun amyl nítrats meðal einstakra homma við iðkun ástarleikja væri or- sök ónæmisbilunarinnar.1 í maí 1984 var lýst í Bandaríkjunum einangrun nýrrar retroveiru frá mörgum al- næmissjúklingum. Veiran var köll- uð HTLV-III (human T cell lymp- hotrophic virus). Áður voru þekktar HTLV-I og II sem taldar eru geta orsakað illkynja breytingar á eitil- frumum. Árið 1983 hafði tekist í Frakklandi að einangra retroveiru frá alnæmissjúkling. Síðar kom í ljós að franska veiran (kölluð LAV) var sú sama og HTLV-III. Nú þykir sannað að veira þessi sé orsök alnæmis.3 4 5 * *'12 Rifjurn nú upp nokkra af helstu eiginleikum retroveira: Retroveirur eru RNA veirur sem innihalda ensí- mið reverse transscriptasa, er gerir þeim kleift að umrita DNA afrit af RNA erfðaefni sínu. Þessi umritun verður eftir að veirunni hefur tekist að brjótast inn í umfrymi hýsilfrum- unnar. DNA afrit veirunnar er síðan tekið inn í erfðaefni frumunnar. Á- framhaldandi atburðarás er háð gerð veirunnar og/eða utan að komandi þáttum. Oftast situr DNA afrit veir- unnar til frambúðar innan um erfða- efni frumunnar og skiptist með frum- unni. Þarna er fólgin skýring á því að retroveirur geta valdið illkynja frumubreytingum. Einnig getur at- burðarásin orðið sú að frá DNA afriti veirunnar umritast RNA óhamlað, 6 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.