Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Side 13

Læknaneminn - 01.04.1985, Side 13
Alnæmi á íslandi Enn hefur alnæmi ekki greinst á ís- landi svo vitað sé. í ljósi hækkandi tíðni sjúkdómsins og þeirra sem mót- efnajákvæðir eru í helstu nágranna- löndum okkar, þá mætti teijast ótrú- legt ef alnæmi greindist ekki hérlend- is innan skamms. Þótt skipulagðar mótefnamælingar séu enn ekki hafn- ar hér á landi, þá hafa mælst mótefni gegn HTLV-IIi í tveim íslend- ingum.18 Stefnt er að því að komin verði upp aðstaða til að mótefnamæla allar blóðgjafir hérlendis haustið 1985.18 Enn er óákveðið hvort eða hvemig frekari mótefnamælingum yrði háttað, eða hvemig farið yrði með niðurstöður slíkra mælinga. Núna munu vera í athugun tillögur um að komið verði upp aðstöðu hér- lendis til að fullvinna storkuþætti úr íslenskum blóðgjöfum.18 Ráðstafanir hafa verið gerðar til að hægt verði að annast alnæmissjúkl- inga á Landspítalanum og Borgar- spítalanum. Ennfremureru í smíðum upplýsingabæklingar til almennings og starfsfólks sjúkrahúsa um al- næmi. Lokaorð Þótt einhverjum kunni að þykja kom- inn hér langhundur hinn mesti, þá hefur hér aðeins verið stiklað á stóm um kynsjúkdóminn alnæmi. Enn er margt ólært um þennan alvarlega sjúkdóm og þau miklu áhrif sem hann kann að eiga eftir að hafa á þjóðfélög og einstaklinga. Það er þegar orðið ljóst að sjúk- dómurinn getur kostað þjóðfélög mikið í krónum talið, að ógleymdum læknaneminn '/i985 - 38. árg. þeim þjáningum sem hann veldur fómarlömbum sínum og fjölskyldum þeirra. Til þess að þær þjáningar verði ekki væntanlegum alnæmis- sjúklingum meiri en efni standa til, þarf starfsfólk sjúkrahúsa hérlendis og fleiri sem málinu tengjast, að gæta meiri þagmælsku en nú virðist tíðkast. Sérstakar þakkir vil ég færa læknunum Haraldi Briem og Sigurði B. Þorsteins- syni fyrir góðar ábendingar og lestur handrits. Guðjóni Magnússyni landlækni þakka ég aðstoð við öflun heimilda. Gert í maí og júní 1985. A.G. HEIMILDIR: 1. Nielsen J.O: AIDS; Lövens litteratur information. 17: 1-15. 1985. 2. Landesman S.H. og fleiri: The AIDS epidemic; The New England J. Med: 312:512-524. 1985. 3. Holm G. og fleiri: AIDS-vár tids farsot: Lákartidningen: 82:1849- 1850. 1985. 4. Biberfeld G. og fleiri: HTLV-III in- fektioner och AIDS - aktuell epidemiologi och serologi: Lakar- tidningen: 82:1867-1880. 1985. 5. Ásjö B. og fleiri: LAV/HTLV-III - nya rön om egenskaber, isolering och terapi: Lakartidningen: 82:1870-1875. 1985. 6. Sönnerborg A. og fleiri: AIDS och AIDS-relaterade: sjukdomar - klin- iska manifestationer och behandling: Lakartidningen: 82:1877-1880. 1985. 7. Cock K.M: AIDS - an old disease form Africa: Br. Med. J.: 289:306- 308. 1984. 8. Report of a WHO meeting: AIDS - the present situation: World Health Forum: 6:30-34. 1985. 9. Seligman M. og fleiri: AIDS - an immunologic reevaluation: N. Eng. J. Med: 311:1286-1291. J984. 10. Dryjanski J. og fleiri: Infections in AIDS Patients: Clinics in Haemato- logiy. 13:709-722. 1984. 11. Johnson N.M: Pneumonia in the ac- quired immune deficiency syndrome: Br. Med. J:290: 1299-1301. 1985. 12. Sinoussi F. B. og fleiri: Isolation of Lympadenopathy-Associated Virus and Detection of LAV Antibodies From US Patients With AIDS: JAMA: 253: 1737-1739. 1985. 13. Redfield R. og fleiri: Frequent trans- mission of HTLV-III among spous- es with AIDS-Related Complex and AIDS: JAMA: 253:1571-1573. 1985. 14. Osterholm M.T. og fleiri: Screening donated blood for HTLV-III anti- body. N. Eng. J. Med. 312: 1185- 1188. 1985. 15. N.N.:AIDS and the health proffes- ions. Br. Med: J. 290: 583-584. 1985. 16. Duffy J.F. og Isles A.F. Transfus- ion-induced AIDS in four premature babies. Lancet. 8415: 1346. 1984. 17. Morbidity and Mortality Weekly Report. Vol 34: 245-248. 1985. 18. Fréttatilkynning frá Landlæknisemb- ættinu: 6/5. 1985. 19. Enzenberger W. o.fl. Value of EEG in AIDS. Lancet,: 1047-1048. 1985. 20. Koch M.G.: Rapport. Intemational Konferens om AIDS: Georgia World Congress Center. Atlanta, USA. 14- 17 april 1985 (fjölrit). 21. Margrét Guðnadóttir: Um visnu og þurramæði í sauðfé: Um veirur, veirusýkingar á fslandi og vamir gegn þeim, bls. 179-209. Reykjavík 1977.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.