Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 25

Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 25
TAFLA1 Tíðni heaptitis B Lág Meðalhá Há HBsAg0.2-0.5% Anti-HBs 4-6% HBsAg 2-7% Anti-HBs 20-55% HBsAg 8-20% Anti-HBs 70-95% Sýk. í bömum sjaldgæf Sýk. í bömum og ný- burum tíðar Sýk. í bömum og ný- bumm mjög tíðar Ástralía, Mið Evrópa, Norður Ameríka A-Evrópa, Japan, USSR, Miðjarðarhafslönd, S-V-Asía Hlutaraf Kína, S-Asía, hitabeltissvæði Afríku ingu auki líkur á þróun yfir í krónisk- an sjúkdóm. HBeAg í sermi sýnir virka fjölgun vírusins þar sem mót- efni gegn því (anti-Hbe) er venjulega merki um bata. Anti-HBs myndast ekki fyrr en tiltölulega seint og er merki um ónæmi. Próf fyrir anti-HBc og sérstaklega at IgM gerö eru einna næmust fyrir HB. Þau koma fram snemma í sjúk- dómnurn. Hvarf anti-HBc IgM er lík- lega einn besti votturinn um að sjúk- lingurinn sé korninn yfir sjúkdóm- inn. Víral DNA polymerasi, Dane par- ticles og HBsAg í sermi eru allt merki um fjölgun vírusins og smit- hættu en bæta engu við hin prófin. Smitleið vírusins er utan gamar (par- enteral) og allstaðar þar sem unnið er með blóð er mikil hætta fyrir hendi. Blóðgjafir, blóðskii, skurðaðgerðir, líkskurður; við allar þessar athafnir getur vírusinn borist manna á meðal sé ekki varlega farið. Allar nálar og nælur (neurologar, eymagatarar o.fl.) geta líka borið vírusinn á milli. Smit frá móður til fósturs er sér- stök leið en þó að HBV geti sýkt fóstrið in utero verða langflestar sýk- ingamar líklega við fæðingu. Ann- arsvegar getur þetta gerst ef móðirin sýkist á meðgöngutímanum og því meiri hætta því nær fæðingu sem sýkingin verður, hinsvegar ef móðir- in er virkur smitberi. Er talið að á svæðum þar sem tíðni HB er há sé þetta einn aðalþátturinn í að viðhalda henni, því að meiri líkur eru á að ein- staklingar verði virkir smitberar ef þeir sýkjast ungir (börn (sérstaklega nýburar) og unglingar). Þá hefur einnig verið sýnt fram á tilvist HBV í ýmsum vessum líkam- ans - munnvatni, sæðisvökva og vaginu vessa - þannig að tannburst- ar, kossar og kynlíf eru smitleiðir. Ekki er talið ólíklegt að bitvargur ýmis geti borið HBV milli manna og að háa tíðni í ýmsum hitabeltislönd- um megi rekja til þess en engar sönn- ur hafa verið færðar á það. Meðgöngutími sýkingarinnar er að jafnaði 2-3 mánuðir. Tíðni og þróun sýkingarinnar ræðst af félagslegum atriðum, umhverfis- og hýsilþáttum. Óhreinlæti og mann- þrengsli stuðla að aukinni tíðni. Mikilvægasti þátturinn sem hefur áhrif á sjúkdómsmyndina er aldur sjúklinganna. Einsog fyrr er frá greint eru mestar líkur á að þeir sem sýkjast ungir fái króniskt form sjúk- dómsins. Af öðrum áhrifþáttum má nefna Down’s syndrome, lepru og ónæmisveiklun. Lengd smitberastöðunnar er talin styttri hjá konum, en með aldrinum lækkar títer HBsAg hjá flestum og þeir losna við vírusinn með myndun ónæmis. í löndum þar sem tíðnin er lág (t.d. hér á vesturlöndum), eru sjúkl- ingar flestir í aldurshópnum 15-30 ára. Króniskar sýkingar eru þar fátíð- ar. Helstu áhættuhópar eru; stung- uefnaneytendur, hommar sem skipta oft um félaga, starfsmenn íheilbrigð- isstéttum og á rannsóknarstofum, blóðskilasjúklingar og sjúklingar og starfsfólk á fávitahælum. Einnig ætt- leidd börn frá þróunarlöndum og þeirra nánustu. Hér á landi mun algengi anti-HBc vera 5,6% og er miklu jafnari milli aldurshópa en anti HAV. Er þetta svipað og í nágrannalöndunum. Ný- gengi HB er hinsvegar lágt hér og tíðni HBsAg jákvæðra einstaklinga í athugunum Blóðbankans mun lægri en víðast erlendis.2 Á bilinu 1973- 1978 fannst hér HBsAg í blóði 0.07% og anti-HBs í 0.03% blóð- gjafa á aldrinum 18 til 50 ára.1 Vamir gegn HB. Hreinlæti er þar nú sem áður efst á blaði, bæði í umgengni við HB sjúklinga og þekkta bera. Einnig verður að ganga þrillega um öll tæki og áhöld sem notuð eru í sambandi við blóðgjafir, skurðað- gerðir, blóðskil o.fl., nálar og sprautur notaðar af leikurn og lærðum, innan spítala og utan. Prófun fyrir HBsAg í blóði blóð- gjafa er líka mikilvægur vamar- þáttur. Hitun í loga, notkun auto- klafa eða suða drepa vírusinn en hann er nokkuð ónæmur fyrir flestum sótthreinsunarefnum. Passive immunization með gjöf sérstakra anti-HB immunoglobul- ina (ekki dugir að gefa venjuleg immunoglobulin einangruð úr plasma) er góð bæði ef smithætta er mikil og strax eftir smit. Vegna kostnaðar og takmarkaðs fram- boðs þykir réttast að nokkuð stragnar ábendingar gildi um notk- un þeirra. Helst skal þar nefna gjöf læknaneminn ’/i985 - 38. árg. 23

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.