Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 47

Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 47
Um endurhæflngu geðsjúkra Óskar Reykdalsson læknanemi Inngangur Eitt af því sem er erfiðast fyrir geð- sjúklinga, fjölskyldur þeirra og fyrir þá sem meðferð stunda eru síendur- teknar innlagnir þessara sjúklinga á sjúkrahús. Skýrt hefur verið frá að 75% allra schizophren* sjúklinga komi inn á sjúkrahús tvisvar sinnum á hverjum þrem árum, fyrstu ár sjúk- dómsins. (Talbot J.A. The Chronic Mentally 111. New York, Human Sci- ence. Press Inc. 1980). Þetta segir sina sögu um sjúkdóminn. Þá er staðreynd að víða erlendis safnast út- skrifaðir schizophren sjúklingar sam- an í hverfi þar sem húsnæði er lélegt °g önnur aðstaða eftir því. Hvort tveggja segir okkur að sjúkleikinn er alvarlegur og hefur skemmandi áhrif á lífsmynstrið allt. Léleg félagsleg staða er bæði orsök og afleiðing. Þeir geðsjúkdómar sem oftast skilja eftir stg verulega og stundum varanlega hæfnisskerðingu eða fötlun, eru schizophrenia, langvarandi þung- lyndi og truflanir vegna vefja- skemmda (organisk psycho-synd- rome). Jafnvel þótt geðlyf (neurol- eptica) verki fljótt og vel á virk (pos- itiv) einkenni schizophreniu þá hafa þau lítil áhrif á óvirkni (negativ ein- kenni). Lækning á virkum einkenn- um þýðir ekki nærri alltaf að sjúkl- ingur verði hæfur til þess að starfa og lifa eins og hann gerði áður. *Sjúkdómsgreining schizophrenia hefur verið þýdd með orðinu „geðklofi" og schizophren sjúklingar verði nefndir -,kleyfhugar“ á íslensku. Hvorug þýðingin finnst mér rökrétt eða góð. Því er erlenda orðið notað. læknaneminn I/1985 - 38. árg. Hvað er endurhæfing? Endurhæfing í geðlækningum þýðir að einstaklingurinn endurheimti fé- lagslega og starfslega hæfni sína að því marki sem best má ná með kennslu, þjálfun, stuðningi frá öðr- um og með aðstoð umhverfis. Ef fyrri hæfni endurheimtist ekki að fullu er einstaklingnum hjálpað til aðf á vinnu og/eða aðsetur miðað við skerta hæfni. Sumir sjúklingar þurfa aðeins lítinn stuðning til þess að ná fyrri getu, t.d. margir þeirra sem fá þunglyndis-/örlætissveiflur (affectiv- an sjúkdóm). Aðrir sjúklingar, t.d. margir chroniskir schizophrensjúkl- ingar ná aldrei fullri fyrri hæfni og þurfa sérstakar verndaðar aðstæður. Það gefur auga leið að því verr sem sjúklingurinn er staddur þegar endurhæfingin byrjar og því lengur sem sturlunarástand (psychosis) hef- ur varað, því minni árangurs er að vænta í endurhæfingu, sé miðað við að ná fullri hæfni. Þetta útilokar þó engan sjúkling frá endurhæfingu að óreyndu, enda eru fleiri markmið verðug en „fullur bati“. Þeir sem vinna að endurhæfingu geðsjúkra reynast ýmist að minnka þarfir sjúklings fyrir hjálp geðheil- brigðiskerfis og félagslega þjónustu eða að styrkja þá sjálfsbjargargetu og sjálfstæði sem sjúklingurinn hefur náð, þ.e. að styrkja hann enn frekar til að vera óháður fyrmefndum kerf- um - að halda heislu sinni. Fræðileg undirstaða endurhæfing- ar í geðlækningum kemur aðallega úr tveim áttum. Annars vegar notar hún sömu lögmál og aðferðir og þær sem notaðar eru í endurhæfingu líkam- lega fatlaðra. Sú grundvallarhug- mynd að fatlaður maður þurfi að öðl- ast eigin hæfni eða kunnáttu ásamt ytri stuðningi eða hagræðingu til þess að geta þrifist vel og/eða starfað í umhverfi að eigin vali er eitt helsta leiðarmerki í endurhæfingu geð- sjúkra jafnt sem líkamlega fatlaðra þótt ýmislegt sé frábrugðið eru lík- indin þó svo mikil að sama aðferða- fræði gildir beggja megin. Önnur aðalundirstaða og aðalfors- enda endurhæfingar í geðlækningum kemur frá fræðum sállækninga (psychotherapy). Þar eru samkennd með sjúklingi (empathy) og traust undirstöðuatriði, undirstaða sam- vinnu og gagnkvæmrar virðingar. Þríþætt verkefni 1. Ástandsgreining (diagnostic phase). Gera verður endurhæf- ingargreiningu. Sú greining er allt önnur en venjuleg sjúkdóms- greining. Endurhæfingargrein- ingin reynir ekki að flokka sjúk- linga eftir ákveðnum einkennum í ákveðna flokka á hefðbundinn hátt, enda hefur komið í ljós að hefðbundin sjúkdómsgreining hefur ekki nægjanlegt forspár- gildi um árangur endurhæfingar. Þess í stað metur endurhæfingar- greiningin hæfni/vanhæfni ein- staklingsins til þess að lifa því lífi, stunda það starf eða lifa í því umhverfi sem hann vill eða þarf. Það er skilyrði að sjúklingurinn 45

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.