Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 48

Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 48
sætti sig við endurhæfingargrein- inguna og þá skilgreiningu sem í henni felst. Meðferðin byggir á skilningi sjúklingsins á núverandi og fyrrverandi hæfni eða van- hæfni. Samstarf þarf að vera um markmiðin og hvað gera skal. Markmið læknis (eða annars meðferðaraðila) og sjúklings verða að fara saman í aðalatriðum svo að góðar vonir séu um árang- ur. 2. Endurhæfingaráætlun (the planning phase). Markmið eru sett samkvæmt endurhæfingar- greiningunni og byggjast á henni. Þar er tekið fram hvemig sjúkl- ingur muni haga þjálfun sinni, hver skuli aðstoða hann og hvem umhverfisstuðning hann þarf til þess að ná þeim markmiðum sem sett eru. Markmið þurfa að vera bæði skammtímamarkmið (t.d. læra að vera vel til fara) og lang- tímamarkmið (t.d. sambýli með nokkrum félögum). Skammtíma- markmiðin samsvara áföngum á lengri leið. Markmið þarf að endurmeta reglulega. 3. Framkvæmd (the intervention phase). Hér er fyrst og fremst átt við þjálfun á hæfni einstaklings- ins. Oft þarf að kenna sjúklingun- um beint ákveðin atriði sem eru þeim nauðsynleg til þess að lifa í ákveðnu umhverfi. Kunnáttuleysi eða hæfnisskortur getur annað hvort stafað af því að sjúklingur hefur aldrei náð viðkomandi kunnáttu eða að hann hafi misst niður hæfni. Til kennslunnar þarf oft bæði útskýringar, sýnikennslu og þjálfun. Þessi vinna er ein- staklingsbundin eins og gefur að skilja. Val á markmiðum er eins og fyrr segir beggja verk. Þvt er eðlilega tekið mið af fyrra starfi, einnig sjónarmiðum hans og framtíðarvonum. Endurhæfingin verður að miðast við ákveðna persónu, oft ákveðinn stað og stefna að skilgreindri hæfni til lífs, starfs eða búsetu. Þurfi að breyta umhverfisaðstæðum fyrir viðkomandi sjúkling þarf sú hag- ræðing að koma inn í meðan á endurhæfingu stendur, en ekki eftir á. Dæmi um hæfnissvið Oftast þarf að bæta hæfni sjúklings á einhverju eftirtalinna sviða. Útbúin hafa verið kennsluprógröm fyrir hvert þeirra. 1. Samtalsleikni. 2. Allt það sem lýtur að vinnu, t.d. að sækja um vinnu og halda vinn- unni (vocational rehabilitation). 3. Finna heimili og halda heimili. 4. Lyfjakunnátta, lyfjaáhrif, auka- verkanir lyfja og læra að stjóma sjálfur eigin lyfjatöku. 5. Læra að nota tómstundir og læra að skemmta sér, fremur en að láta sér leiðast. 6. Sjá um sjálfan sig, þrífa sig og umhverfi sitt. 7. Nota almenningsvagna og al- menna þjónustu samfélagsins, t.d. stofnanir samfélagsins, at- vinnuráðgjöf um skatta o.þ.h. 8. Læra að matreiða. 9. Læra að annast eigin fjármál. Fjölskyldumeðferð er óhjá- kvæmileg Fjölskyldumeðferð er alltaf nauðsyn- leg í endurhæfingarvinnu ætli sjúkl- ingur að fara heim aftur. Sama má raunar segja ætli sjúkl- ingur að rjúfa tengsl við fjölskylduna eða flytja að heiman. Fjölskyldu- meðferð leggur áherslu á: 1. Að upplýsa alla aðila um sjúk- dóminn og hvernig hann birtist, með það í huga að umhverfi sjúklings henti honum sem best. 2. Upplýsa alla fjölskyldumeðlimi um það hvernig meðferð er háttað og hvert stefnt er. Veita þeim tækifæri til að segja sitt álit og hafa áhrif á endurhæfinguna. 3. Þjálfa fjölskyldumeðlimi í sam- skiptum við sjúklinginn svo að tilfinningalegum og öðrum þörf- um allra fjölskyldumeðlima verði sem best sinnt. 4. Þjálfa fjölskyldumeðlimi í að bregðast við vandamálum sem upp kunna að koma þannig að sem minnst spenna sé í fjölskyld- unni. Fjölskyldumeðferð er að verulegu leyti kennsla. Hún þarf oft að fara fram á heimili sjúklinga og þannig virðist nást mestur árangur. Mismun- andi vinnuaðferðir eða vinnubrögð eru til, t.d. að hittast vikulega í tíu skipti heima hjá sjúklingi ásamt tveim eða þrem meðferðaraðilum og sambýlisfólki. Nýleg rannsókn sýnir að 6% schizophren sjúklinga þurfa endurinnlögn innan níu mánaða fari fjölskyldumeðferðin fram heima. Sama rannsókn sýnir að 57% sjúk- linga þurfa að leggjast inn aftur á níu mánaða tímabili fari fjölskyldumeð- ferðin fram á endurhæfingardeild (Arch General Psychiatry 1974, Strauss og Carpenter). Þegar talað er um umhverfi sjúkl- ings er oft talað um lykil og skrá. Sjúklingurinn er lykillinn en skráin er umhverfið. Ef lykillinn passar ekki í skrána þá þarf oft að breyta lyklinum en það getur líka þurft að laga skrána. Hvar fer meðferðin fram Sumum sjúklingum hentar hlutadvöl á stofnun (t.d. dagvistun eða nætur- vistun). Hlutadvöl vinnur gegn því að sjúklingur verði háður stofnun, læri að búa þar, gleymi heimili sínu og lifi sig inn í sjúklingshlutverk. Á 46 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.