Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Side 54

Læknaneminn - 01.04.1985, Side 54
clavivular línu í 5. rifjabili hœgra megin á thorax í stað vinstra megin. Þessi leiðsla hefur reynst hafa hag- nýtt gildi til greiningar á hægri infarct. Komið hefur í ljós, að St- hækkun í V^R við inferior hjartadrep er nákvæm vísbending um, að sjúkl- ingur geti einnig verið með hægra hjartadrep. í nýlegri rannsókn, þar sem leitað var að hægra hjartadrepi hjá 110 sjúklingum með skilmerki um inferior hjartadrep kom í ljós, að næmi (sensitivity) ST-hækkana 0.5 mm í leiðslu V^R, sem merki um hægra hjartadrep í þessum sjúklinga- hópi var 82.7% og sérhæfni (specif- icity) var 76.9%. Spágildi (predict- ive value) ST-hækkana í V^R, var 80%, en spágildi eðlilegs ST-bils var einnig 80%. Þetta á þó ekki við um sjúklinga með St-hækk- un í V,, (anterior/anterior septal hjartadrep), eða sjúklinga með goll- urhússjúkdóma, vinstra greinrof og langvarandi lungnasjúkdóma.4 POST-mortem athuganir á völdum hópi sjúklinga sýnir, að allt að 24%- 34% af þeim, sem látist hafa vegna posterior hjartadreps, hafa einhverjar skemmdir í hægra slegli.7> Athuga verður V^R snemma, þar sem hækkanir í þessari leiðslu geta horfið jafnvel tveimur klukkustund- um eftir að sjúklingur fær brjóst- verki. Meðferð Hér verður aðeins stuttlega fjallað um meðferð við hægra hjartadrepi. Líkt og við bráða vökvamyndun í gollurhúsi (tamponade), getur notk- un þvagræsilyfja leitt til versnandi ástands þessarra sjúklinga, þar sem útfall hjartans er oft mjög minnkað. Fyrir utan hefðbundna meðferð við bráðu hjartadrepi, hefur eftirfarandi verið notað við meðferð á sjúkling- um með hægra hjartadrep og minnk- aða starfssemi hægra slegils (low- output syndrome): 1. Vökvagjöf Aukið blóðrúmmál eykur útfall hjart- ans með því að auka þrýstingsmun- inn milli hægri og vinstri forhólfa. Vökvinn flæðir þá frá hægri hluta hjartans til þess vinstri um lungna- blóðrásina. Ekki skiptir máli hvaða innrennslisvökvi er notaður og þyngdaraukning sjúklings í upphafi meðferðar er ekki áhyggjuefni.5 2. Aukin samdráttarhœfni hjartans Ef vökvagjöf dugar ekki er gripið til lyfja, sem auka samdráttarhæfni hjartans, svo sem Dopamins, Dobu- tamins og Isoproterenols ofl. Einnig hafa æðaútvíkkandi lyf verið reynd. 3. Annað Intra-aorta balloon counterpulsation og tricuspid lokuskipta þarf sjaldan að grípa til. Sérstök meðferð er aðeins ráðlögð ef um er að ræða minnkað útfall hjartans (low cardiac output state).6 Lokaorð Hægra hjartadrep er alls ekki sjald- gæft fyrirbæri hjá sjúklingum með inferior hjartadrep. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar og notkun þvagfæsilyfja getur oft verið mjög varasöm, þar sem ástand sjúklingsins 52 LÆKNANEMINN >/i985 - 38. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.