Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Side 64

Læknaneminn - 01.04.1985, Side 64
Einn maður og ellefu milljón maurar. hófst þáttur svæfingalækna. Sá var meö skrautlegar móti. Að sjúklingnum vatt sér rauðhærö kona á miðjum aldri með fallega bleikar neglur og varir, á skóm með pinnahælum með gull á hverjum fingri auk hálsfesta. Héldum við í fyrstu að þarna hefði gleðikona villst inn á skurðstofuna en það reyndist ekki því hún hóf þegar upp raust sína og talaði mikið. Hún reif upp journal kon- unnar en honum hafði verið stungið undir hupp hennar meðan á flutningunum stóð og lagði hann á maga hennar og hóf lestur. Eftir skamma stund fór hún að rífast og skammast, út af hverju áttuðum við okkur ekki fyrr en hún tilkynnti konunni að það væri „tuttu im- possibile" að svæfa hana því „doctore idiote" heföi gleymt „el- ectrolyti": Við þetta ókyrrðust chir- urgar mjög og þóttu elektrolytár léttvægir. Þeir voru nú græn- klæddir og tilbúnir í slaginn og leiddist þófið. Þá svipti einn þeirra af sér hönskunum og strunsaði út og sótti elektrolyta niðurstöður í næsta hús en til þess þurfti hann að fara undir bert loft. Hann kom aftur að vörmu spori með elektro- lytana í hendinni og var að vonum ánægður með sinn hlut. Síðan fékk hann aðra hanska og var orð- inn sterill aftur. Sannaðist nú hið fornkveðna að allt er vænt sem vel er grænt því hann var orðinn sterill eftir göngutúr í góða veðr- inu. Nú tóku þeir til við að undir- búa sjúklinginn undir svæfingu, setja upp þvaglegg og nálar. Þó fannst okkur undarlegt að aðstoð- arlæknirinn setti fyrstu nálina í sjálfan sig og ekki varð undrunin minni er hann tengdi nálina við 5% glúkósu af statívi ætlað sjúkl- ingnum og lét buna hálfan lítra. Nú fyrst urðum við pottþéttir á því að þeir væru annað hvort fullir eða vitlausir. Það fyrrnefnda reyndist nærri lagi og aðstoðarlæknirinn var eitthvað timbraður en kunni þessa lækningu og þótti vel duga. Meðan á þessu stóð beið sjúk- lingurinn hinn rólegasti og við Ey- þór sömdum um það hvor við ann- an að ef við fengjum botlanga- bólgu þá yrði hann tekinn með vasahníf uppi á hótelherbergi. Þegar að svæfingu kom fékk einn aðstoðarlækna að spreyta sig á intuberingu. Eftir mikla mæðu fór túban ofan í oesophagus. Nú upp- hófst mikið fum og fát og fengu all- ir sinn skammt af skömmum. Við urðum hræddir á tímabili að sjúk- lingurinn gleymdist en „gleðikon- an“ hljóp til og rak frá borðinu, ventileraði sjúklinginn og intuber- aði í hvelli og reyndist því vel starfi sínu vaxin. Svæfingavélin reyndist af ítalskri gerð og vel komin til ára sinna með fullt af græjum, EKG o.þ.h., en ekkert af því var notað nema respíratorinn. EKG var talið óþarft og blóðþrýst- ing sáum við tekin einu sinni í að- gerðinni, þó verður að segja svæfingalækninum það til hróss að hún tók púlsinn öðru hverju. Nú var komið að þætti chirurga og náðist fljótt bíopsía úr tveimur hnútum úr vinstra brjósti. Þá endurtók leikurinn sig, aðstoðar- læknirfór úr hönsum og hljóp með sýnir til meinfóðra og fylgdu pólsku læknanemarnir með, hinir chirurgarnir fóru fram að reykja. Aðstoðarlæknirinn kom fljótt aftur og með honum patholog sem sagði konuna með cancer en Pólsku læknanemarnir voru ekki sammála. Mastectomian var gerð og það rækilega allir eitlar og M. Pectoralis tekinn líka. Þegar hér var komið sögu tókum við að velta fyrir okkur tíðni post op. infectiona en um það hafði enginn neinar upplýsingar. Þó sagði einhver að 62 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.