Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 19

Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 19
Tafla 1. WHO flokkun miðtaugakerfísæxla. Æxli af neuroepithelial vef * A. Astrocytic tumors B. Oligodendroglia! tumors C. Ependymal and choroid plexus tumors 1. Ependymoma, variants: a. Myxopapillary ependymoma b. Papillary ependymoma c. Subependymoma 2. Anaplastic (malignant) ependymoma 3. Choroid plexus papilloma 4. Anaplastic (malignant) choroid plexus papilloma D. Pineal cell tumors E. Neuronal tumors F. Poorly differentiated and embryonal tumors * Undirflokkar eða afbrigði annarra æxla en ependymoma eru ekki talin upp hér. saman (19). A. Ependymom eru dæmigert staðsett í gólfinu á ventriculus quartus, mjúk, vel afmörkuð með hnökróttu yfirborði (mynd 2) (1). Supratentorial æxlin eru gjarnan í tengslum við heilahólfin eða í heilahvelunum, án sýnilegra tengsla við heilahólfin (2). Blöðrumyndanir (cystur), kalkanir, brjósk og jafnvel beinmyndun geta sést, sérstaklega í supratentorial æxlunum (1). Vefjameinafræði ependymoma er nokkuð einkennandi (mynd 3). Æxlin eru frumurík, með litlum stoðvef fyrir utan æðar ásamt meðfylgjandi bandvef. Frumurnareru einsleitar, með lítið umfrymi og egglaga eða hringlaga kjarna. Frumuskiptingar og fjölbreytileiki meðal frumanna eru sjaldgæfar. Frumurnar hafa tilhneigingu til að mynda rósettur, þar sem tvær eða fleiri frumur raða sér upp í kringum miðstætt op. Stundum má greina bifhár í opinu og blepharoplasta í umfryminu, næst opinu. Æxlisfrumumar tjá þekjueiginleika sinn með myndun Mynd 3. Ependymoma. Frumuríkt æxli. Ekta rósettur og margar perivascular pseudorósettur með perivascular haló sjást (x!50) (32, fig. 25). Mynd 4. Myxopapillary ependymoma. Stoðvefur totanna hefur gengist undir slímbreytingu (myxoid degeneration). Sjá má blæðingar og bjúg (xl50) (32, fíg. 29). LÆKNANEMINN 34988-41. árg. 17

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.