Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 40

Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 40
Takmarkast starfstækifæri framtíðar af reglu- gerð um veitingu lækningaleyfis og sérfræði- leyfa ? Guðmundur Þorgeirsson læknir Að beiðni ritstjórnar Læknanemans eru eftirfarandi hugleiðingar festar á blað. Tilefnið er auðsætt. Fjöldi læknislærðra íslendinga hefur á fáum árum stóraukist og spurningar vakna: Hvar fær allt þetta langmenntaða fólk verk að vinna ? Er þess að vænta að störf lækna breytist í fyrirsjáanlegri framtíð þannig að meiri mannafla verði þörf ? Hvaða möguleika á læknislært fólk á því að leita út fyrir hefðbundið starfssvið og sinna nýjum og e.t.v. lítt skyldum eða óskyldum verkefnum ? Fáar stéttir eiga ríkari hefð og ákveðnari siðareglur um hvernig þær haga störfum sínum en læknastéttin. I upphafskafla áttundu útgáfu Harrison’s Principlesoflnternal Medicinekomastritstjórarnirsvo að orði (lausleg þýðing): “Ekkert tækifæri er stærra og engin skylda eða ábyrgð meiri en að þjóna sem læknir. Við umönnun sjúkra þarf tæknilega hæfni, vísindalega þekkingu og mannskilning. Sá sem nýtir slíka hæfi- leika af auðmýkt, hugrekki og visku mun veita einstaka þjónustu og sjálfur vaxa að persónuþroska. Læknir skyldi einskis frekar óska af forlögunum og sætta sig við ekkert minna” (1). Þótt fæstir læknar lýsi köllun sinni til starfs með svo hástemmdum hætti er sú tilfinning sennilega nokkuð almenn innan stéttarinnar að vart finnist verðugri viðfangsefni fyrir læknismenntaða menn og konur en bein þjónusta við sjúklinga. A hinn bóginn heyrist einnig oft sú skoðun að nám í læknisfræði sé svo sérhæft að það nýtist lítt eða ekki við önnur störf. Menntunin sé miðuð við það að greina og lækna sjúkdómaog sé gagnslaus til annarra hluta. A málþingi um atvinnuhorfur lækna sem haldið var fyrir tæpum tveimur árum og birtist í Læknablaðinu (2) kom þetta sjónarmið ítrekað fram, og þótt nokkrar ábendingar heyrðust um möguleg nýmæli lögðu margir fundarmanna á það áherslu að atvinnuhorfur lækna takmörkuðust algerlega af vilja stjórnvalda til að ráða menn til starfa við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Þótt höfundur þessa skrifs aðhyllist eindregið það sjónarmið að læknismenntunin eigi fyrst og fremst að miða að undirbúningi undir þjónustu við hina sjúku og geti tekið undir hin tilvitnuðu orð úr kennslubók Harrisons, þá finnst honum íhugunarefni, hvort dygg þjónusta við hefðina hefur ekki leitt til vanrækslu stéttarinnar á viðfangsefnum sem sinna mætti betur, sjúkum og heilbrigðum til hagsbóta. Þótt í menntuninnni sé fyrst og fremst stefnt að hæfni til að greina og lækna sjúkdóma er ekki þar með sagt að hún geti ekki nýst til annarra starfa í þjóðfélaginu. Þegar námið er skoðað og sundurgreint kemur í ljós nokkurt undirstöðunám í raunvísindum efna-, eðlis- og tölfræði, víðtæk undirstaða í líffræði með áherslu á líffræði mannsins annars vegar og hina trufluðu lífstarfsemi sem kallast sjúkdómar hins vegar. Þá má finna kynni af ýmsum tækniþáttum, sálarfræði, þjónustukerfi samfélagsins við sjúka og fatlaða o.s.frv. Uppbygging námsins minnir um margt á hagnýtar samsuðugreinar eins og verkfræði og viðskiptafræði, sem gagnstætt læknisfræði hafabeint mönnum inn í alls konar störf á mörgum sviðum þjóðfélagsins. Allt tal um þröngt sérhæft nám er því nánast öfugmæli þótt þessi víðtæku kynni af ýmsum fræðigreinum þjóni að sjálfsögðu ákveðnu markmiði þar sem greining og iækning sjúkdóma og umönnun sjúkra er í miðpunkti. Ekkert er dregið úr göfgi læknisstarfsins sjálfs, þótt bent sé á, að þessi menntun og þekking kunni að vera nýtanlegar utan hins hefðbundna læknisstarfs. I eftirfarandi umfjöllun mun ég annars vegar fjalla um vanrækt svið og jaðarsvið skyld læknisfræði, sem hugsanlega kunna að bjóða upp á ný starfstækifæri, og hins vegar um fjarskyld eða óskyld svið þar sem færa má rök fyrir því að læknisfræði í víðtækum skilningi geti komið að notum. Vanrækt svið og jaðarsvið Meðal stórra verkefna í heilbrigðisþjónustu framtíðar má ætla að hagnýting nýrrar líffræðilegrar þekkingar, samband umhverfis og heilsu og stjómun og 38 LÆKNANEMINN %88-41. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.