Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1997, Side 65

Læknaneminn - 01.04.1997, Side 65
Lausnaleit í læknanámi. Problem Based Leaming það í samræmi við það grundvallarviðhorf að nám sé fyrir lífið en eltki fyrir próf. Þekkingin skal vera sem varanlegust en þó með þeim formerkjum að hún sé aldrei einhlít og þarfnist stöðugrar endurskoðunar og símenntunar. Námsmatið er kjarninn í stöðugri endur- skoðun á PBL. Enn vantar nokkuð upp á að hægt sé að prófa nemendur í rökleiðslu og ályktunarfærni sem er það sem hvað mest vægi hefur í PBL. Það er því enn notast við krossapróf og verkleg próf en reynt er að komast hjá algengum gildrum í hönnun slíkra prófa. Hverjum námshluta lýkur með prófi. Þau eru skylda og hafa ákveðið vægi en eru þó fyrst og fremst hugsuð til að leiðbeina nemendum í þekkingarleitinni. Það er svolítið sérstakt og endurspeglar það traust og virðingu sem nemendum er sýnt í Maastricht að að prófi loknu skila allir inn lausnunum en fá að taka prófblöðin með sér heim. Þeir geta því sjálfir metið hvernig til tókst og lært af prófinu en einnig er ætlast til að nemendur geri athugasemdir og skili gagnrýni á prófið. Þessi gagnrýni getur haft áhrif við útreikningu einkunnar t.d. ef spurningin reynist vera ósanngjörn. Aðal prófin í bóklegri þekltingu eru fjögur á ári og nefnast framfarapróf (progressionstest). Þau eru krossa- próf með 250 spurningum sem prófa vítt og breitt úr öllu því sem kandídatinn á að kunna skil á við lok sex ára læknanáms. Nemendur allra árganga taka sama prófið á sama tíma þó að þekkingargrunnurinn sé auð- vitað mismunandi. Arangurinn endurspeglar þeklung- arstigið en kröfurnar eru stigvaxandi og hvort nemandi stenst prófið ákvarðast af árangri hans árgangs. Þeir sem eru einu staðalfráviki eða meira neðan við meðal- tal hópsins eru felldir. I árslok eru prófin fjögur lögð saman og heildarárangur ákvarðaður. Fall á tveimur prófum og/eða árangur sem er meira en einu staðalfrá- viki neðan við meðaltal heildarútkomu telst ófullnægj- andi og þurfa þeir nemendur að taka árið aftur. Þessi próf hafa sýnt sig að vera mjög góður mælikvarði á námsframvindu. Þau sýna stíganda í árangri ár frá ári og eru sambærileg milli ára. Það hefur sýnt sig að Maastrichtstúdentar ná svipuðum árangri og kandídatar frá öðrum skólum og við lok náms. Annað mikilvægt próf er verklega prófið sem tekið er að vori hvers árs. Það er stöðvapróf með 10-12 stöðv- um þar sem lögð eru upp mismunandi klínisk við- fangsefni. Þar fá nemendur tækifæri til að sýna fram á færni í greiningu og meðferð algengra vandamála. Mjög er til þessarra prófa vandað og einkunn gefin eft- ir fyrirfram ákveðnum þáttum. Einn prófdómaranna er nemandi sem fylgist með og dæmir samkvæmt kvarða þar sem leitast er við að meta frammistöðuna hlutlægt. AÐSTAÐAN Maastricht háskóli er vel búinn á allan hátt. Bæði hvað varðar bókasafnið og aðra námsaðstöðu. Námið byggist að miklu leyti á sjálfsnámi og því er lögð áher- sla á aðgengi nemenda að lestrarefni og öðru námsefni og að það sé sem allra best. Bókasafnið er ævintýri Iík- ast og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Allar helstu kennslubækur læknisfræðinnar eru til í mörgum eintökum auk fjölda vísindatímarita. Bóka- safnið er vel búið alls kyns ítarefni hvort heldur það eru bækur, myndbönd eða læknisfræðileg líkön til glöggv- unar. Enginn skortur er á tölvum sem geyma kennslu- forrit af ýmsum gerðum auk þess að veita aðgang að þeim hafsjó af fróðleik sem leynist á netinu. Unnið er að heimasíðu fyrir hvern námshluta með leiðbeining- um um og tengingum við allt það sem tengist viðkom- andi námsefni og finnst á netinu. ER PBL BETRA? Talsmenn jafnt sem andstæðingar PBL hafa mikið reynt að meta árangur þessarar kennsluaðferðar saman- borið við hefðbundið nám. Meta-analysur sýna að litlu virðist skipta hvaða kennsluaðferð er beitt, kandidatar úr hvoru kerfinu sem er standa nokkuð jafnt að vígi. Ánægja PBL stúdenta í námi mælist þó nær undan- tekningarlaust marktækt meiri en meðal þeirra sem stunda hefðbundið nám. Sami námsárangur en meiri ánægja er eitt sér mikilvægur árangur PBL og eftir þrig- gja mánaða kynningu af þessu kerfi er það mat greinar- höfundar að íslenskt læknanám myndi stórbatna ef ákveðnir þættir úr PBL aðferðafræðinni yrðu teknir upp við læknadeild Háskóla Islands. HEIMILDIR: 1) An Introduction to Problem-Based Learning, H.G. Schmidt (1996) 2) Faculty of Medicine University of Maastricht, A.C. Nieuwenhuijzen Kruseman (1996) 3) Implementation of Problem-Based Learning in Higher Education, Erik de Graff & Peter A.J. Bouhuijs (1993) 4) Educational Aspects of Problem-Based Learning, H.G. Schmidt (1990) 5) Problemknuserne, Peter Fahmy Stud-Med 1996; 59 (74) 6) Problem-Based Learning: A review of Literature on Its Outcomes and Implementation Issues. M.A. Albanese and S. Mitchell, Acad Med 1993 68:52-81 LÆKNANEMINN 63 1. tbl. 1997, 50. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.