Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 19
KONUfíNAR TAKA VÖLDIN
27
Vélvæðingin hefur breytt eðli
vinnunnar i heiminum.
Lagt er nú meira kapp á að
taka tillit til einstakra atriða,
á þolinmæði, á hæfileika til að
gera sér að góðu drungalegan
og tilbreytingarlausan hversdags-
leika. Og ekki i neinu af þessu
standa karlmenn konum á
sporði.
Á þennan hátt er heimurinn
að hjálpa konum til að leggja
undir sig þau svið, þar sem
karlmenn voru einráðir fyrrum.
En hann hefur ekki hjálpað
karlmönnum á móti til að sýna,
að þeir séu eins hæfir til þeirra
verka, sem áður þóttu einungis
hæfileg konum, áður en þær
fóru að vinna karlmannsverkin
líka.
Hver er þá framtíð þess
heims, sem konur eru meira og
meira að leggja undir sig?
Hvaða stefnu munu þær velja?
Eiga þær ef til vill eftir að
breyta heiminum yfir í það, sem
hann var, meðan konan var
drottning?
Flestum nútimamönnum, körl-
um og konum, mundi finnast
lífshættir kvenveldisins næsta
fjarlægir og undarlegir, þótt
finna megi snefil af þeim enn í
afkimum mannlífsins. Við þekkj-
um hinn horfna heim bezt af
trúarlífinu. Vald og mileilvægi
kvenna kom fram i gyðjunum
Ishtar, ísis, Cybele, Diönu, hinni
miklu móður guða og manna.
Hvaða gyðja er líkleg til að
verða tákn hins mikla stórveld-
is, sem konur eru að stofnsetja
svo rösklega nú á tímum? Ef við
værum á bakaleið til móður-
gyðjunnar, þá værum við ham-
ingjusamir. Gyðja framtiðarinn-
ar yrði miklu sennilegar bý-
kúpudrottningin, sem fer ineð
völd, en stjórnar ekki. Valdið
yrði í framkvæmdinni í hönd-
um milljóna af ókvalráðum
starfskonum. Fyrir karlmenn
gætu þetta orðið dimmir dagar.
Pjall úr salti.
I GRENND við borgina Kúlab í Suður-Tadsjíkistan, einu
Sovétlýðveldanna í Mið-Asíu, er fjall úr salti. Saltmagnið í
fjallinu er svo gífurlegt, að nægja mundi íbúum jarðarinnar í
milljón ár miðað við núverandi neyzlu salts. Fjallið heitir Hoja
Mumin. Það er úr hreinu salti, en ofan á því er þunnt lag af
aðfoknum sandi og moldarryki. Það er um 800 m hátt yfir um-
hverfi sínu, fimm mílur i þvermál, og saltsilinn, sem það er
gert úr, nær tvær og hálfa mílu niður í jörðina.
— UNESCO-Courier.