Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 85
FERÐIR FUGLANNA UM ÓRAVEGI
93
rauðbrystingur og blesgæs. Svo
eru flækingar, sem verpa sunn-
ar, en slæðast hingað árlega,
t. d. gráhegri, landsvala og grá-
þröstur, og loks þeir, sem koma
hingað óreglulega eða i tima-
bundnum göngum, svo sem
krossnefurinn.
Sumar fuglategundir fara og
koma strjált, en aftur aðrir í
hóp. Sílamávurinn er ekki fé-
lagslyndur á ferðalögum sínum,
þar ræður hver einstaklingur
ferð sinni, en til dæmis lóan
kemur og fer í stórum hópum.
Staðfuglarnir eru líka misjafn-
lega félagslyndir, þegar þeir
flakka í leit að fæðu. Sumir
fara í hópum, svo sem sendling-
ar, snjótittlingar og auðnutitt-
lingar, en aðrir fáir saman, til
dæmis hrafnarnir, og enn aðrir
fara algerlega einir ferða sinna,
eins og fálkinn og smyrillinn.
Margar fuglategundir og þá
einkum hinar stærri fljúga odda-
flug á far-ferðum sínum.
Það hefur verið skoðun
manna, sem hafa hugsað um
þennan þátt fuglanna, að þetta
fluglag þeirra eigi rætur sinar
að rekja til þeirrar reynslu, að
þeir ynnu betur bug á mótstöðu
loftsins með því að mynda
fleyg á flugi sínu. Um flugtækni
hafa menn lært sitthvað af fugl-
unum, og eins er það, að reynsla
mannanna á llugi þeirra um
loftin blá hefur varpað ljósi á
ýmislegt í háttum fugla á flugi.
Hópflug herflugvéla hefur til
dæmis gefið mönnum sönnun
fyrir þeirri skoðun, að oddaflug
ýmissa fuglategunda létti þeim
flugið. Með þvi fluglagi sleppa
þeir betur, sem á eftir fljúga,
við andstæðan loftstraum frá
þeim, sem á undan eru. Auk
þess sjá fuglarnir betur hver til
annars en ella gæti orðið.
Fuglar, sem fara í hóp, gefa
venjulega frá sér farhljóð, og er
það misjafnt eftir tegundum. Er
því oft í rökkri eða þoku að
vori eða hausti hægt að kveða
á um, hvaða fuglar það eru,
sem heyrist til, þó að þeir verði
ekki séðir.
RAUÐBRYSTINGSHREIÐUR fannst í lest, sem gekk upp og
niður fjallshlið í West Dover i Vermont i Bandarikjunum. Hjón-
in höfðu þannig vaktaskipti, að annað lá á hreiðrinu í 20 min-
útur, meðan lestin fór eina umferð, en hitt kepptist á meðan
við að safna fæðu og beið svo eftir maka sínum við komu
lestarinnar.