Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 42
50
ÚR VAL
hlut á stærð við eldhússborð í
allt að sjö mílna fjarlægð.
Hvorar tveggja tilraunirnar
byggjast á tiltölulega nýrri upp-
finningu á sviði rafeindatækn-
innar, svokölluðum örbylgju-
magnara, en hann var fyrst
reyndur i tilraunadeild Kali-
forníuháskóla fyrir sjö árum.
Magnari þessi tekur á móti ör-
bylgjum, — ljós — eða radíó-
bylgjum með mjög hárri tíðni,
.— eykur styrkleika þeirra að
mun og varpar þeim frá sér sem
geisla, hlöðnum reginorku.
Dr. G. C. Dacey, forstöðumað-
ur rafeindatilraunadeildar Bell-
verksmiðjanna, telur, að upp-
götvun örbylgjumagnarans hafi
vakið jafnvel meiri athygli og á-
huga meðal vísindamanna en
þegar tókst að gera fyrstu trans-
istorana og diodana árið 1951, —
en á þeirri uppfinningu byggist
framleiðsla margs konar raf-
magns- og rafeindatækja, sem nú
er orðin stóriðnaður, er i Banda-
rikjunum einum gefur árlega
hálfa aðra billjón dollara í aðra
hönd.
Bylting í fjarskipíatækni.
Enn sem komið er, verður hag-
nýting örbylgjumagnarans að
teljast á tilraunastigi, og svo
skammt er, síðan hann kom til
sögunnar, að ekki er enn rann-
sakað til neinnar hlítar, hvilíkir
möguleikar eru við hann tengdir.
Visindamennirnir hafa þó þegar
komizt að raun um, að hann muni
valda gerbyltingu í allri fjar-
skiptatækni, til dæmis megi
margfalda svo með honum af-
köst sæsímastrengs, að hann geti
annazt 100 milljónir sambanda
samtímis í stað 100 nú.
Og vísindamennirnir telja, að
hann muni valda byltingu á fleiri
sviðum, — hann geti gert lækn-
um kleift að framkvæma skurð-
aðgerðir án þess að beita hnífi
og geimfræðingunum að gera hið
nákvæmasta landabréf af mán-
anum.
„Enn hcfur ekki tekizt að full-
kanna, hvílík áhrif örbylgju-
magnarinn kann að hafa á hvers-
dagslíf manna,“ segir dr. Dacey.
Þá hafa vísindamennirnir kom-
izt að raun um, að með þessari
tækni má marghundraðfalda
veikar Ijós- og radíóbylgjur að
styrkleika, stöðugt og truflana-
laust.
Hvernig örbylgjumagnarinn
vinnur.
Hvernig vinnur örbylgjumagn-
arinn? Gerð tækisins byggist á
uppgötvunum, sem þeir Albert
Einstein og þýzki eðlisfræðingur-
inn Max Planck gerðu upp úr
aldamótunum síðustu. Þessir vis-