Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 77
IIVAR ERU LISTAVERKIN . . . ?
85
ar reykjarsúlur úr garðinum við
Louvre-safnið i Paris. Þarna var
að skipun Hitlers verið að
brenna „siðlausum“ málverkum.
600 málverk voru lögð á bálið.
Þarna voru myndir eftir flesta
helztu málara nútímans, Masson,
Miro, Picasso, Picabia, Klee,
Valadon, Max Ernst, Léger,
Kisling, La Fresnaye, Marval,
Mane-Katz. En hvorki Hitler né
Rosenberg, sem var ráðunautur
foringjans i þessum málum,
vissi, að á bálið voru lagðar
margar eftirmyndir, en frum-
myndunum komið undan. 200
málverk, sem talið var, að hefðu
brunnið til ösku, eru enn til,
geymd einhvers staðar.
Þessi listaverkaauður var að
skipun Bormanns fluttur til
Tékkó-SIóvakíu, en síðar dreift.
Mörg þessara verka' hafa síðan
komizt í eigu nýnazista og eru
að nokkrum hluta þáttur í
fjáröflunarkerfi þeirra og ann-
arra, sem vilja endurreisa naz-
ismann. Þessi „von Behr-auður“
er aðeins hluti af öllu því, sem
Þjóðverjar rændu, en dýrmætur
hluti.
Nær því allt, sem stolið var
úr söfnum i Frakklandi og öðr-
um löndum Vestur-Evrópu, hef-
ur fundizt aftur og er nú á
réttum stöðum. En mörg snilld-
arverk, sem tekin voru úr rúss-
neskum söfnum, hafa ekki fund-
izt enn, og mestur hluti þess,
sem stolið var af óbreyttum
borgurum, einkum Gyðingum,
er ófundinn. Og þrátt fyrir ötult
starf Alþjóðalögreglunnar, yfir-
lieyrslur, rannsóknir og eftir-
grennslan, þá er lítið unnt að
gera, fyrr en „von Behr-listinn“
finnst. Þangað til ganga lista-
verkin kaupum og sölum og eru
jafnvel flutt frá Evrópu.
í Bandaríkjunum eru mörg
einkasöfn i eigu milljónara og
aldrei opnuð almenningi né list-
fræðingum. í einu slíku safni
eru 200 myndir eftir Renoir, 100
eftir Cézanne, 80 eftir Matisse,
30 eftir Picasso og fjölmörg
eftir Goya, Rubens, Titian og
Jerome Bosch. Alls eru í safninu
rúmlega 1000 myndir. Það var
í eigu lyfjafræðings, en eftir
dauða hans var skipað að opna
það öllum.
Oftast eru myndirnar fluttar
til Bandaríkjanna þannig, að
málað er yfir þær. Síðan er
nýja myndin hreinsuð burt.
Hvers virði eru öll þessi mál-
verk, listmunir, höggmyndir og
önnur listaverk, sem nazistar
hafa enn með höndum? Áreið-
anlega milljarða króna. Það er
erfitt að gizka á nokkra ákveðna
tölu, þar eð verð á listaverka-
markaðinum er mjög breyti-