Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 88
96
ÚR VAL
og auðið sé að lækna hann ger-
samlega.
í mörgum tilfellum — og eins
í ýmsum löndum — er holds-
veiki ekki, — að minnsta kosti
ekki nú orðið, -— næmur sjúk-
dómur. Annars getur hún sýkt
fyrir aðeins mjög náið og oft
endurtekið samband. Börn holds-
veikra eru ekki heldur fædd
með sjúkdóminn. Sannleikurinn
er sá samkvæmt upplýsingum
WHO, að „hættan á að sýkjast
af holdsveiki fyrir afskipti af
holdsveikum er mun minni en
þegar um berklaveiki er að
ræða.“ Það er því síður en svo
ástæða til að dæma holdsveiki-
sjúklinga til einangrunar eins
og glæpamenn og enn minni
ástæða til að gera þá brottræka
og útlæga úr þjóðfélaginu.
RáSstefna WHO, sem efnt var
til að Belo Horizonte árið 1958
og að Brazzaville árið 1959, for-
dæmdi algerlega einangrun
holdsveikisjúklinga með eftir-
töldum rökum:
Viti sjúklingurinn sig eiga
það á hættu að verða lokað-
ur inni í sjúkrahúsi, má gera
ráð fyrir, að hann reyni í
lengstu lög að leyna sjúk-
dómi sínum.
Slík einangrun hefur upp-
lausn fjölskyldunnar i för
með sér.
Einangrunin krefst strangrar
og víðtækrar vörzlu.
Einangrunin hrennimerkir
sjúklinginn með því að meina
honum þátttöku í mannlegu
samfélagi.
Einangrunin er sem heil-
brigðisráðstöfun dýr i fram-
kvæmd og étur upp þau
fjárframlög, sem annars mætti
verja til þess, að teknar yrðu
upp nýjustu og fullkomnustu
aðferðir í baráttunni gegn
holdsveikinni.
Einangrunin heldur lífinu í
gömlum hleypidómum gagn-
vart sjúkdómnum, en um-
fram allt er hún að öllu
leyti ómannúðleg.
Lækning holdsveikisjúklinga
ber yfirleitt að haga á sama
hátt og venja er til, þegar um
aðra sjúklinga er að ræða, það
er sjúklinga, er þjást af þrá-
látum, en ekki lífshættulegum
sjúkdómi og ber því læknis-
hjálp og umönnun í sjúkrahæli,
ef sjúkdómurinn er kominn á
það stig, öldungis eins og þegar
berklasjúklingar eiga hlut að
máli.
Þetta frjálsa og að öllu leyti
mannúðlega fyrirkomulag lækn-
ismeðhöndlunar, sem sumir hafa
gagnrýnt sem óvarlegt, en nýj-
ustu vísindarannsóknir sanna,
að er öruggt, hefur verið tekið