Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 153
ÞÚ ÁTT AÐ FYRIRGEFA
161
skyldu þau hengja hvít silki-
bönd á stóra eplatréð við járn-
brautarteinana. Ef þau vildu
ekki fá hann til baka, áttu þau
ekki að setja upp merki, og
hann mundi halda áfram i vest-
ur og sennilega flakka þar milli
vinnustaða.
Eftir þvi sem lestin nálgaðist
meira heimabæ hans, óx óvissa
hans og kvíði, svo að hann
þoldi ekki að horfa út um glugg-
ann. Félagi hans skipti um sæti
við hann og sagði, að hann
mundi hafa auga með eplatrénu.
Eftir nokkur augnabiik lagði
hann hönd sína á öxl hins unga
fanga. „Þarna er það,“ hvíslaði
hann.Og skyndilega fylltust augu
hans tárum. „Það er allt í lagi.
Tréð er ailt þakið hvítum silki-
borðum.“
Á þessari stundu var allur
biturleiki, sem eitrað hafði lif
unga mannsins, hrakinn burt.
„Mér fannst sem ég hefði orðið
vitni að kraftaverki," sagði
ferðafélagi mannsins. „Og ef til
vill var það lika.“
Það er ætíð eitthvað yfirnátt-
úrlegt við það, hvernig fyrir-
gefningu „hina frelsandi náð“.
anlega. Faðir minn kallaði fyrir-
gefningu „hina frelsandi náð.“
Raunverulega er fyrirgefning
trúarleg skynjun. „gef oss upp
skuldir vorar, svo sem vér og
höfum gefið upp skuldunautuin
vorum.“ —• „Nútíma-sálfræði
kennir,“ eins og Dr. Loomis
sagði mér nýlega, „að reynslan
að fyrirgefa og taka á móti
fyrirgefningu er fyrsta lyndis-
einkunn hins hamingjusama,
skapandi manns.“
I hversdagslífinu hlýtur fólk
stöku sinnum að gera okkur
rangt til, móðga okkur, hlekkja
okkur illa eða vera hugsunar-
laust eða vanþakklátt. Minni
háttar gremju getum við yfir-
leitt komizt yfir. En alvarlegri
vonbrigði, svo sem svikræði eða
ef einhver nátengdur okkur
hafnar okkur, gera þá hugsun
mjög áleitna með okkur, að við
verðum að launa iilt með illu.
Án frelsandi náðar fyrirgefning-
arinnar frainkallar óréttlætið
meira óréttlæti, þar til hefndar-
girndin er komin á braut gagn-
kvæmrar eyðileggingar.
Þetta hafði næstum hent tvo
kaupsýslumenn i bæ einum, sem
ég bjó í. P. J, og Jim voru
virktavinir og hluthafar i sama
fyrirtæki. Dóttir Jims var trú-
lofuð syni P. J. Dag nokkurn
komst P. J. að því, að Jim
hafði átt leynileg viðskipti við
fyrirtæki, sem var keppinautur
þeirra. Þetta svikræði var enn
sárara fyrir það, að þetta fyrir-
tæki hafði áður leitað til P. ,T.,