Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 166
174
ÚR VAL
að aðgæta vandlega öll smá-
atriði. Bátur úr landi lagði að
skipshlið, víni var skipað í bát-
inn og seðlabunki réttur til kapt-
einsins. Þegar svo svikin höfðu
komizt upp, hver átti þá að
kæra? Smyglararnir? Og fyrir
hverjum? Lögreglunni kannski?
Þetta gekk um hríð, en svo fóru
smyglararnir að verða varari
um sig, og þeir fóru að hafa
bankagjaldkera með sér til þess
að ganga úr skugga um, hvort
seðlarnir væru ófalsaðir eða
ekki.
Einn peningafalsari fann upp
nýja aðferð við að dreifa pen-
ingum sínum og koma þeim í
umferð, án þess að hann væri
grunaður um að hafa stolið
þeim fjársummum, sem hann
bjó til. Hann setti peningaupp-
hæð í pakka, sem hann „týndi“
svo einhvers staðar í útborgum.
Síðan auglýsti hann, að hann
hefði fundið þessa peninga, og
bað „eigandann“ að koma og
vitja þeirra á vissum stað. Auð-
vitað kom enginn, og hann not-
aði féð. Ef hann var spurður,
hvar hann hefði fengið alla
þessa peninga, svaraði hann þvi
til að hann hefði fundið þá,
og benti á auglýsinguna.
Eitthvert undarlegasta atriði,
sem sameiginlegt er með
svo til öllum peningafölsurum,
er, að þeir verða allir háaldrað-
ir. Sumir þeirra hafa orðið
hundrað ára, og enn eru á lífi,
á tíræðisaldri, ýmsir kunnir,
bandariskir peningafalsarar. Ég
held, að þetta stafi af því, að
þessir menn eru ákaflega starf-
samir og áhugasamir í afbot-
um sínum. Heili þeirra vinnur
stöðugt, og þeir ferðast mikið.
Frægð ýmissa peningafalsara
er heldur óheppileg fyrir al-
mennt siðgæði. Einn frægasti og
dáðasti falsari Bandaríkjanna
var feitlaginn málari og teikn-
ari, bláeygur og með hrokkið
skegg. Hann gat ekki unnið
fyrir sér sem teiknari, en hann
var slíkur snillingur með pensil-
inn, að hann hefði unnið að-
dáun hinna miklu frönsku meist-
ara impressionismans. Fyrstu
málverk þeirra gáfu þeim að-
eins brauðbita og vínsopa í
aðra hönd, en þessi maður fékk
tvo dollara fyrir hvern fermillí-
metra hinna meistaralegu fals-
ana sinna.
Hann hét Emmanuel Niger, og
í hroka sínum hikaði hann ekki
við að halda því fram, að pen-
ingaseðlar sínir væru meira
virði en seðlar myntsláttunnar
í Washington. Hann sagði, að
ríkisstjórnin sendi út meðal
fólksins tonn eftir tonn a!f
prentuðum seðlum, en hann