Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 57
FYRSTA ÁRIÐ ERFIÐASTA ÁR ÆVJNNAR
05
leggir eru örsmáir og kyrkings-
legir útlits. En það er góð og
gild ástæða fyrir öllu þessu.
Höfuðið verður að vera stórt,
svo að það rúmi heilasellurnar,
sem verða að vera tilbúnar til
starfs þegar við fæðingu, en
handleggir og fætur verða ekki
notaðir mánuðum saman. Mag-
inn er svona stór aðallega
vegna stærðar lifrarinnar. Af-
gangs-járnefni, fita og sykurefni,
sem mun ekki vera of mikið af
í fæðinu nokkrar næstu vikur,
eru geymd þar. Hakan er svona
lítil, til þess að brjóstið hafi
því meira rúm.
Vöðvar ungbarna eru að
mestu leyti gagnslausir. Aðeins
vöðvarnir aftan á hálsinum eru
furðulega sterkir, sennilega tákn
þeirrar staðreyndar, að í fyrstu
hafi maðurinn gengið á 4 fótum.
Jafnvel við fæðingu getur ung-
barn, sem látið er á grúfu, hald-
ið höfði. Það hefur líka sterka
handarvöðva. Sé því gefinn
teinn að taka i, getur það auð-
veldlega haldið á honum.
í fyrstu eru flest skilningarvit
litið þroskuð. Barn þolir ó-
mýkstu handtök án þess að
kvarta. En bragð- og lyktar-
skyn hefur hinn nýfæddi ein-
staklingur bersýnilega þegar
öðlazt. Smádropi af sítrónusafa
fær hann til að gretta sig, en
finni hann bragð af mjólk, fer
hann undireins að hreyfa varirn-
ar. Nvfætt barn grætur u. þ. b.
tvær klukkustundir á dag. Það
er venjulega þurr grátur, þvi að
tárakirtlarnir eru ekki fullþrosk-
aðir, fyrr en barnið er þriggja
mánaða. Gráturinn er góð þjálf-
un fyrir lungun, um leið og
hann segir til um óþægindi.
Vöxtur er undraverður,
skipulagður eiginleiki, allt er
undirbúningur undir það, sem
koma skal. Á fyrstu vikum æv-
innar gerast margir mikilvægir
atburðir. Taugastrengir fara að
vaxa út frá mænu og heila um
allan líkamann og tengja vöðv-
ana þannig við boðskerfi heil-
ans. Taugarnar vaxa smám sam-
an niður líkamann. Seinast kom-
ast fæturnir í samband við heil-
ann. Eftir fyrstu mánuðina er
heilinn farinn að stjórna kinn-
unum, og barnið vinnur sinn
fyrsta mikla sigur, — fyrsta
hreyfing, sem stjórnað er frá
heilanum, — það brosir.
Nú hafa rinir örsmáu, fín-
gerðu augnvöðvar sett augastein-
inn í rétt horf, svo að nálægir
og fjarlægir hlutir koma skýrt
í Ijós. En það er enn þá fremur
leiðinlegur heimur, sem barnið
sér, — allt hvítt eða svart, —
því að litargreiningin er ekki
nógu þroskuð. Vöðvarnir, sem