Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 78
86
ÚR VAL
legt og varla unnt að hug'sa sér
nokkur takmörk fyrir því, hvað
safnari vill greiða fyrir verk,
sem hann hefur hug á að eign-
ast. Hinn ástríðufulli safnari
geymir gripi sína þar, sem eng-
inn sér þá. En einstöku sinnum
komast lögreglumenn á sporið
— eins og nýlega, er bandaríska
leynilögreglan kom upp um
menn, sem seldu kínverska list-
muni i Bandaríkjunum, en jafn-
hliða þvi evrópsk listaverk, sem
komu úr safni Bormanns.
Nýlega komst einnig upp um
menn í Bandaríkjunum, sem
önnuðust eingöngu sölu á
myndum eftir Ernst Ludwig
Kirchner. Hann var þýzkur, of-
sóttur af nazistum og stytti sér
aldur 1938, 58 ára að aldri. Árið
1937 voru C39 verk hans tekin
úr þýzkum söfnum, og hurfu
þau með öllu. En eftir stríð
fóru þau að koma á sjónarsviðið
í Bandaríkjunum og hafa verið
seld þar fyrir milljónir dollara
undanfarin ár.
Fyrir nokkrum árum fundust
nokkrir kassar i Saxelfi. í þeim
voru listaverk, sem nazistar
höfðu stolið í söfnum í Rúss-
landi. Listaverkin voru þegar
send til Sovétríkjanna, en eng-
inn vafi er á, að þarna hafa
listaverkasalar samt komizt i
spilið, þvi að nokkuð af verk-
unum hefur verið selt með
leynd undanfarna mánuði.
Margir menn vinna að þvi
að leita uppi listaverkin, sem
nazistaforingjarnir stálu. En
það er hættulegt starf, og á síð-
asta ári voru tveir svissneskir
listaverkasalar drepnir, en þeir
höfðu fengizt við að grafa upp
týnd listaverk.
En snúum okkur að listanum,
sem fannst í febrúar í vetur.
Þar gat að lita upplýsingar um
nokkur listaverkanna og hvar
þau væri að finna. Reyndust
þau vera í ýmsum litlum, en
viðurkenndum listverkabúðum i
London, Lútzern, Kaupmanna-
höfn og Málmey. Nú er unnið að
því að finna listaverkin og
koma þeim til réttra eigenda.
En það eru mörg söfn, list-
verkabúðir og einkasöfn i Evr-
ópu og Bandarikjunum, og hvað
er vitað um öll þessi'söfn? Hvað
getur ekki leynzt þar? Til dæm-
is má taka, að í safni prinsins
í Lichtenstein eru 1500 málverk,
en aðeins 74 eru til sýnis í
safninu í Vaduz. Þarna í geymsl-
unum eru myndir eftir Leon-
ardo da Vinci og aðra meistara
endurreisnartímabilsins Breug-
hel, van Leyden, van de Veide
og Cranach. Og þannig mætti
lengi telja.
Þeir, sem hafa þessi listaverk