Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 38
4G
ÚRVAL
fætur. Það hafði rignt mikið, og
ég hafði ekki hirt um að sneiða
hjá pollunum á götunni, þegar
ég hljóp út úr bílnum.
Harold var sjáanlega alveg í
andarslitrunum, og andartaki
seinna sá ég hjúkrunarkonuna
breiða hvíta dúkinn yfir andlitið
á honum. Ég horfði örmagna á,
þegar tveir menn lyftu upp lik-
inu og settu það yfir á sjúkra-
börurnar.
Mér rann til rifja, hversu sjálf-
sögð og ópersónuleg þessi vana-
störf sjúkrahússfóiksins voru. Ef
til vill var einhver sektarvitund
i hug mér. Ég gerði enga tilraun
til að dylja, hversu illa ég var
hirt og snyrt. Hár mitt var ó-
greitt, og ég hafði hvorki þvegið
mér í framan né burstað í mér
tennurnar.
Eftir þetta fór ég til tengda-
móður minnar til að skýra henni
frá dauða Harolds. Svo fór ég að
hitta foreldra mína og svo alein
heim i íbúðina okkar. Ég var
þegar búin að ákveða að fara til
Vancouver, þegar er útförinni
væri lokið.
Mér fannst ég sitja i miðri dag-
stofunni okkar, vera að skoða
nokkrar gamlar myndir og hugsa
um ömurlega framtíðina, þegar
ímyndunin vék skyndilega fyrir
veruleikanum. Þegar ég sat þarna
og var að fitla við giftingar-
hringinn minn, sífellt tautandi
við sjálfa mig, að ég mætti ekki
iáta neitt hugarvíl ná tökum á
mér, náði vitund mín allt í einu
að skynja með olnboganum plast-
dýnuna, sem ég hvildi á, og ég
varð vör við biksvart myrkrið
í klefanum.
Hið fyrsta, sem ég gerði, er ég
kom til sjálfrar mín, var að æpa:
— Takið mig út!
Ef til vill var ég of veikburða
til að láta heyra til mín. Ég var
andlega uppgefin og langaði mest
af öllu til að rífa af mér heyrn-
artækin og fleygja þeim út í hafs-
auga. En áður en ég gat hleypt
í mig nægu þreki til að gera
nokkuð, tóku augnalokin að
verða þung, og eftir andartak
var ég í fasta svefni.
Mér er dulið, hversu lengi þessi
martröð stóð. Skýrslan bar þvi
vitni, að ég hefði legið snökt-
andi síðari hluta eins dagsins og
alla nóttina á eftir.
Fólk, sem dvalizt hafði í klef-
anum á undan mér, hafði ýmsar
sögur að segja.
Það kom í ljós, að minni um
nýleg atvik sljóvgaðist fljótt,
meðan á einangruninni stóð, og
fram komu einkenni, sem að
mörgu leyti minntu á ellina.
Námshæfni virtist á hinn bóg-
inn ekki minnka á neinn hátt.
Með tilliti til geimferða í