Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 173
Á SLÓÐUM PENINGAFALSARA
181
vænleg' störf, sem þeir gætu tek-
ið að sér fyrir hann. Hann lét
þá hafa talsvert af- peningum,
svo að þeir gætu opnað eigin
verzlun. Loks sagði hann þeim
áform sín, —- og reyndar höfðu
þeir búizt við þessu allan tímann,
enda var þeim lcunnugt um
fyrri „afrek“ Jacobs.
Á þessum tíma voru ekki
færri en 14 000 vindlaverksmiðj-
ur í Bandaríkjunum, og þarf
varla að taka það fram, að með
þeim var ógurleg samkeppni.
En það var hægt að lækka verð-
ið án þess að draga úr gæðun-
um, ef unnt var að sleppa við
að greiða skatt af vindlunum til
ríkisins.
• Jacobs hafði fundið lausnina
á þessum vanda. Það nægði að
framleiða sjálfur borðann, sem
sýndi, að skatturinn hefði verið
greiddur. Þessi borði var mjög
glæsilegur, blár og formfagur,
og höfðú margir vindlaframleið-
endur reynt að falsa hann. En
þeir höfðu ekki í sinni þjónustu
menn eins og .Brendell og Tayl-
or.
Jacobs hefði getað látið sér
þetta nægja. Hann græddi tvo
dollara á hverjum þúsund vindl-
um, og hann seldi milljónir
vindla á mánuði hverjum.
En spillingin gróf um sig.
Hvers vegna ekki að framleiða
sjálfur peningaseðla ríkisins?
Hann lagði málið fyrir Brendell
og Taylor.
„Hér er hundrað dollara seð-
ill,“ sagði hann. „Þetta er al-
gengasti seðill landsins. Hvern-
ig væri að framleiða nokkrar
milljónir? Við getum ekki skipt
þeim smám saman i bönkum,
— en við getum notað þá, er
við opnum reikning.“
Jacobs stofnaði nokkur félög,
sum i nafni konu sinnar, og'
þessi félög voru tryggingin, er
viðskiptin hófust. Leturgrafar-
arnir áttu að fara víða um
Bandaríkin, opna reikninga,
leggja fölsuðu seðlana inn og
eftir nokkurn tíma draga svo
féð út aftur, og loks átti að
safna öllu saman í einn l)anka
í Fíladelfíu. „Herrar mínir,“ —
lauk Jacobs máli sínu, — „eftir
nokkra mánuði getum við skipt
með okkur þessu fé, sem ekkert
hefur kostað okkur ne-ma snilli
og listagáfur.“
Leturgrafararnir féllust á
þetta, en Jacobs tryggði sér
bróðurpartinn af ágóðanum,
fimm inilljónir dollara.
Bendell fékk leyfi til að heim-
sækja seðlaprentstofurnar í
Washington, og rissaði hann þar
upp helztu vélarnar, en Taylor
undirbjó á meðan flunkunýja
aðferð til seðlaprentunar: mynd-