Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 132
TVEIR ungir Reykvíkingar voru
að tala saman, og fór annar með
þessi orð úr ljóði eftir Davíð
frá Fagraskógi: „Fæstir njóta
eldanna, sem fyrstir kveikja ]}á,“
ærið spekingslega.
•— Eftir hvern er nú þetta?
spyr liinn.
— Nú það er eftir hann
þarna,. .. . þarna Davið á Fagra
. . . Fagra . . . Fagra . . . kletti.
— Já, alveg rétt, skipstjórann
á Fagrakletti.
PRESTUR einn, sem var ný-
kominn frá spurningabörnum
sínum, hnippti í kunningja sinn
á förnum vegi eitt sinn, er mik-
ið var rætt um geimrannsóknir,
og sagði:
— Þessir bölvaðir gervihnett-
ir og eldflaugar eru' alveg að
eyðileggja fyrir manni himna-
ríki og alit þess háttar.
ÉG ók á fremur litlum liraða.
Á undan mér gekk bóndi, og
hundur elti hann .Rétt um leið
og ég hugði mig vera að fara
fram hjá þeim, stökk hundurinn
geltandi á bílinn, varð undir
öðru afturhjólinu og var þar
með andaður. Ég veitti þessu
þegar athygli og stöðvaði bilinn.
Bóndi var hinn rólegasti. Ég
bjóst við öllu því versta. En
þegar liann sagði ekkert, lield-
ur tók bara hundshræið og fór
að koma því kirfilega fyrir í
skurðinum, sagði ég:
— Þetta var leiðinlegt.
— Já, það var leiðinlegt.
Enn varð þögn. Auðvitað
mundi hann fara fram á bætur.
En hann sagði ekkert. Ég hélt
áfram:
Þetta hefur náttúrlega verið
forláta-fjárhundur.
— Já, það var hann sannar-
lega, sá bezti í sveitinni.
Mér brá, tók upp fimm hundr-
uð kall og fékk bónda.
— Ég ætla að borga hundinn
með þessu, sagði ég.