Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 26
34
leggnum á ySur, sagöi hann
henni. Þegar þér raknið við
verður hann heilbrigður.
Árangurinn varð athyglisverð-
ur. Þegar konan vaknaði af dá-
leiðslunni, var handleggurinn
gæddur eðlilegum mætti, og
konan kenndi sér einskis meins
í sex vikur. Vinum sínum sagði
hún, að hún væri nú mun hress-
ari og hefði meira sjálfstraust
en áður.
En svo kom að því morgun
einn, að hún vaknaði með báða
handleggina máttvana. Kallað
var á dávaldinn, og enn einu
sinni gerði hann kraftaverk.
Með sefjun tókst honum að
koma mætti i handleggina. En
aðeins hálfum öðrum sólarhring
seinna varð konan blind og
meira að segja samdægurs alveg
óð og flutt í spennitreyju á
geðveikrahæli.
Sálsýkifræðingar ieituðu uppi
orsökina til sjúkleika hennar.
Eizta dóttir hennar var drykkju-
sjúklingur. Hvert kvöld hafði
móðirin setið við gluggann og
beðið þess óþreyjufull, að stúlk-
an kæmi heim frá vinnu. Kæmi
hún ódrukkin, eða mundi hún
koma slagandi heim götuna, svo
að allir nágrannarnir sæju eymd
hennar?
Lömunin og blindan voru af-
leiðing af daglegum lamandi á-
hyggjum konunnar.
ÚR VAL
Hvað hafði dávaldurinn þvi
gert?
Hann eyddi sjúkdómsein-
kennunum, en kom aldrei ná-
lægt orsökum vandræðanna.
Konan í New Jersey er dæmi
um þann háska, sem fólginn er
í dáleiðslu. Hún er eins og
skotvopn í höndum óvita.
Það er vitað og viðurkennt,
að dáleiðsla getur linað kvalir
krabbameinssjúklinga, gert
barnsburð og tanndrátt kvala-
lausan og hjálpað sálfræðingum
að kanna svið hins ómeðvitaða
huga. Minna þekktar eru hætt-
urnar. Dáleiðsla, sem beitt er
af gáleysi og óhlutvendni, getur
endað með taugabilun eða alvar-
legri geðtruflun. Það er hægt að
misbeita dáleiðslu til að fá
menn til að drýgja glæpi, falsa
ávisanir og erfðaskrár, ginna til
morða og sjálfsmorða.
Það ber mjög að harma, að
dáleiðsla hefur verið notuð í
leikaraskap loddara og trúða í
þau 200 ár, sem hún hefur ver-
ið þekkt. Engin skilyrði eru
sett um lærdóm og þjálfun
þeirra, sem með hana fara,
ekkert gert til að vernda al-
menning fyrir misbeitingu henn-
ar.
Hinir gifurlegu möguleikar, sem
í dáleiðslu felast, bæði til góðs
og ills, voru viðurkenndir 1958
í skýrslu frá geðheilbrigðiráði