Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 120
128
U R VA L
honum og meira að segja af
einlægni, þegar hann kom fram
við mig hefndum, næst þegar
okkur bar samtímis að þrösk-
uldi. Þegar ég benti honum að
ganga á undan mér, gerði hann
aðeins að kinka til mín kolli,
broslaust ■— og gekk á undan,
rétt eins og ekkert væri sjálf-
sagðari hæverska meðal mennt-
aðra Japana.
Það var undir borðum þetta
sama kvöld, sem ég heyrði dr.
Saito gefa frá sér hnegghljóðið
í fyrsta sltipti, þetta furðulega
„ho-ho-ho-,“ sem hann beitti
svo oft og af svo undursam-
legri leikni í hárfínum blæ-
breytingum, að tjáningarvíð-
feðmi þess virtist ótakmörkuð,
þessu hnegghljóði, sem á stund-
um brá til hláturs, en á stund-
um til undrunar, hrifningar,
fyrirlitningar, eða hálfgerðrar
gremju, verður ekki lýst eða
líkt við neitt. En ef það kæmi
fyrir hrossagauk að fara út af
laginu og finna ekki aftur
hneggtón strax i stað, mætti
segja mér að það yrði eitthvað
svipað.
Dr. Saito virtist geta talizt
til allra aldursárganga milli
þrítugs og sextugs, en sam-
kvæmt hinu „sérstaka" vega-
bréfi sinu var hann kominn
nokkuð á sjötugsaldur. Hann
var Iæknir að mennt og hafði
lagt stund á gigtarlækningar og
„baðvísindi“, sem sérgrein, unn-
ið sér til doktorsnafnbótar á
því sviði og var nú í senn
yfirlæknir við gigtarsjúkrahæli
á Hokkaídó og prófessor í sér-
grein sinni við læknadeild há-
skólans þar. Dr. Ott, hinn frægi,
svissneski gigtarlæknir og pró-
fessor i þeirri sérgrein við ,há-
skólann i Giessen, hafði rekizt
á grein eftir dr. Saito i alþjóð-
legu Iæknariti og þótt svo mikið
til hennar koma, að hann átti
frumkvæðið að því að háskól-
inn í Giessen hauð dr. Saito
heim, veitti honum alla aðstöðu
til rannsóknarstarfa um eins
árs skeið og galt honum þar að
auki kaup fyrir. Að sjálfsögðu
sá háskólinn dr. Saito og fyrir
einkaritara — valkyrjunni, sem
stóð við hlið honum úti fyrir
anddyri háskólabyggingarinnar,
þar sem ég sá hann fyrst.
Eftir meir en sex mánaða
dvöl við háskólann kunni dr.
Saito að flestra dómi öllu
minna í þýzkri tungu en þegar
hann lcom þangað fyrst, en þó
var hann sagður geta gert sig
skiljanlegan, þegar hann heils-
aði og kvaddi og þakkaði fyrir
sig. Einn fyrirlestur hafði hann
haldið við háskólann varðandi
sérgrein sína. Einkaritarinn