Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 169
Á SLÓÐVM PENINGAFALSARA
177
prentara í brezka heimsveldinu
hefur brezka myntsláttan og
Englandsbanki átt þrjá óvini:
Napóleon, Hitler og' Beraha.
Hinn fyrstnefndi gróf undan
gullfætinum og kom Stóra-Bret-
landi á barm gjaldþrots. Næsti
jós fólsuðum sterlingspundum á
markaðinn á hinum mestu
hættutímum styrjaldarinnar.
En Napóleon dó sigraður í út-
legð, Hitler réð sér bana. En
Beraha?
José Beraha Zdravko, — hann
sigraði. Hann er enn bráðlif-
andi og ekki einu sinni í fang-
elsi. f fjögur ár var hann helzti
framleiðandi sovereign-gullpen-
inga. Þessi mynt er — næst á
eftir gullpeningum Býsanzkeis-
ara — langlífasta mynt heims-
ins. Árið 1957 jókst allt í einu
eftirspurn eftir þessum pening-
um. Einn maður greip tækifærið.
Árið 1946 var José Beraha
aðeins útflytjandi alúmíns og
vefnaðarvöru, — setztur að i
Mílanó eftir viðburðaríka
bernsku. Eins og aðrir kaup-
sýslumenn á þessum hættulegu
tímum vissi hann, að fylgjast
varð nákvæmlega með öllum
gengissveiflum, ef þeir áttu ekki
að verða gjaldþrota, þegar
minnst vonum varði. Gengis-
skráning breyttist dag frá degi
á svarta markaðnum, en það var
eini markaðurinn, sem gilti.
Beraha las fjöldann allan af bók-
um um gjaldeyri, mynt og fjár-
mál. Þá komst hann að því, að
til var mynt, sem var eftirsótt-
ari en hinn trausti Bandarikja-
dollar, — hinn hálfgleymdi
sovereign Breta. Hann varð for-
vitinn og fór að kynna sér mál-
ið. Síðasta slátta sovereigns var
1917. Þá var í einum sover-eign
fjórðungur af gulli. Hið skráða
gengi hans var 8,75 dollarar, en
á markaðnum gekk hann á 14—
28 dollara.
„Flestir Englendingar innan
við tvitugt hafa sennilega
aldrei séð sovereign, þar eð
hann gekk úr gildi 1931 og
aðeins eru til þrjár milljónir af
slíkri mynt. Þetta þýðir, að ekki
er til löglegt gengi á henni i
Englandi.“
Þetta var rétt til getið; sover-
eign var samt sem áður eftir-
sóttur um allan heim. Beraha
fékk hugmynd.
„Englendingar gerðu 136 og
hálfan sovereign úr hverju kílói
af gulli. Ég ætla að gera svo-
lítið minna, 135 sovereign ur
hverju gullkílói. Þá eru þetta
mínir eigin peningar. Þeir eru
aðeins verðmeiri en venjulegir
sovereign, og kaupendur um
allan heim geta sagt: — þetta
er Beraha-sovereign, hann er