Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 181
LEIÐSÖGN CONAN DOYLE
189
flótta.
Skyndilega, þegar fyrstu bleik-
rauöu geislar sólarlagsins lætld-
ust skáhalt inn um gluggann, tók
sir Arthur festulega í hönd mér
og sagði: „Þú ert að gera þá
uppgefna,“ — ekki ásakandi,
heldur í anda leiksins. „Þeir
verða að berjast aftur á morg-
un.“ Svo bætti hann við i við-
lika eðlilegum tón og hann væri
að kalla til kvöldverðar:
„Komdu, við skulum fara út í
garðinn og gá, livort við sjáum
álfana.“ Ég man, að ég leit
snöggt til hans, vonsvikinn af
því, að hann skyldi, jjegar öllu
var á botninn hvolft, vera eins
og allt annað fullorðið fólk. En
ekki gætti hins minnsta hrekks
í svip hans. Við fórum út fyrir,
— binn fullorðni sakleysingi
leiddi bið lífsreynda barn við
bönd sér, — gengum yfir stóru
grasflötina að seinbekk undir
alpafjólurunnum. Þar biðum við
úr allra augsýn, þar til húmið
seig yfir garðinn.
„Við verðum að sitja graf-
kyrrir,“ hvíslaði sir Arthur,
„annars láta þeir ekki sjá sig.“
Er þeim sama, þótt við sjáum
])á?“ spurði ég til þess að geðj-
ast honum.
Sir Arthur hlýtur að bafa skynj-
að vantrú mína. Hann hvíslaði
þolinmóður, að álfkonur og
huldur birtust ekki fyrir þeim
dauðlegum mönnum, sem ekki
legðu trúnað á tilveru þeirra.
„Þú verður að trúa einlæglega,
ef þú vilt sjá,“ — sagði hann.
Garðurinn var þögull: Það var
þetta augnablik svífandi í lausu
lofti, þegar tíminn virðist staðna
og draga til sin andann, áður
en hann hvelfir sér inn í nóttina.
Kannski var það, þegar eldfluga
lýsti upp nefbroddinn á mér
eða þegar fugl eða leðurblaka
liðu fram hjá eyra mér. Kannski
var það, vegna þess, að sir
Arthur lukti hönd mína í stór-
um lófa sínum, — að ég varð
gagntekinn hinni undursamlegu
trú.
Ég flaug með honum inn í
töfraveröld, þar sem ímyndanir
eru raunverulegar, þar sem ekk-
ert er ómögulegt. Illuti af mér
kom aldrei aftur úr þeim heimi.
Já, ég sá huldurnar og álfkon-
urnar eins greinilega og nokkuð
það, sem ég hafði áður séð eða
eftir. Barnslegar ofsjónir? Kann-
ski það. En við hlið vingjarn-
lega kennarans míns uppgötvaði
ég ótakmörkun mannlegrar i-
myndunar.
En hvað er eiginlegt hug-
myndaflug annað en trú á hið
ómögulega, og hvað er það ann-
að en sköpunargáfa? Somerset
Maugham orðaði þetta þannig:
„Maðurinn er samansettur úr lík-
ama, heila og hugmyndaflugi.