Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 58
66
ÚR VAL
hreyfa augun, eru líka farnir
að starfa og byrjaðir að hafa
samvinnu við eyrun. Síðast í
fyrsta mánuðinum er harnið far-
ið að hreyfa augun í þá átt, sem
það heyrir hávaða úr.
Um leið og dómur skynjun-
arinnar verður fullkomnari, er
eftirtekt barnsins vakin á þeim
sviðum, þar sem áður voru ekki
nein vandamál. Há liljóð,
skyndilegur glampi frá skæru
ljósi og óþægileg meðhöndlun
verða hræðilegar árásir.
Um það bil 6 vikna gamalt
fer barnið að gera tilraunir
með rödd sinni, — það hjalar.
Sem óþreytandi vísindamaður
tekur barnið fyrstu skrefin til
samhæfningar talfæranna: var-
anna, gómsins og raddband-
anna. Þriggja mánaða barn not-
ar grátinn sem nokkurs konar
mál. Gerð grátsins segir móður-
inni, hvort barnið er svangt,
reitt eða því líður illa. Á þess-
um tíma lærir það einnig að
setja stút á munninn og skríkja.
Það finnst því afskaplega
skemmtilegt.
Þar til nú hafa blágrá augu
barnsins (öll börn fæðast með
sama augnalit) aðeins verið for-
eldrunum tilefni til angurs. Með-
an það getur aðeins séð einn
hlut i einu, lætur það allt annað
afskiptalaust. En á þriðja mán-
uði starfa vöðvarnir sameigin-
lega, og fljótlega eftir það verða
litarefni augans stöðug og full-
þroskuð, —■ blár litur breytist í
brúnan, svartan eða grænan.
Á fjórða mánuðinum fer barn-
inu að finnast heimurinn fagur
og töfrandi staður. Óþreytandi,
lítill lærisveinn skoðar þá allt
með ákafa. Fæðan er ekki aðal-
áhugamál hans. Þýð tónlist,
hreyfing og tal er dásamlegt,
vekur jafnvel stundum enn þá
meiri áhuga en pelinn eða
brjóstið. Tilraunir hans með
hljóðið vara næstum stöðugt,
meðan hann vakir. Hann bablar
endalaust og er auðsjáanlega
ánægður með árangurinn. Hann
er líka sáttur við þroskun vöðv-
anna. Hann æfir þá stöðugt,
eins og maður, sem hefur helgað
íþróttinni alla krafta sína.
Hann hefur vaxið alveg ótrú-
lega mikið. Þegar hann er 4
mánaða, er hann tvöfalt þyngri
en við fæðingu, orðinn 14 pund.
Ef hann yxi svona hratt fram-
vegis, mundi hann verða orðinn
rúmlega 15 metra hár á fimm-
tugsafmæli sínu.
Beinin, sem í fyrstu voru
aðallega úr brjóski, breytast nú
í kalk og harðna og verða hæf
til að bera líkamann uppi. Litla,
flata nefið stækkar, og innfallin
hakan fer að standa meira út.