Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 170
178
ÚR VAL
Jjyngri en liinir ensku.“
Það var engum erfiðleikum
háð að fá menn til að búa til
peningana. ítalir voru einmitt
fyrstu framleiðendur sovereigns
fyrir Breta. Beraha réð ítala,
sem sá um framleiðsluna. Hann
réð einnig smám saman hóp
traustra starfsmanna, sem önn-
uðust dreifinguna. Þeir voru all-
ir stoltir af gæðum vöru sinnar.
Beraha framleiddi sovereign
úr 15 pundum af gulli á dag.
Hann keypti sér fallegt hús og
lifði þægilegu og hógværu lífi
ásamt fjölskyldu sinni, enda
þótt dollararnir streymdu að
honum í stríðum straumum.
Þrátt fyrir hið óstöðuga verð á
gulli (það var flöktandi milli
42—65 dollara) var alltaf jöfn
eftirspurn eftir sovereign.
Vorið 1951 ætlaði Beraha að
fara að hætta þessu. Keppinaut-
ar voru komnir i þessa dollara-
námu hans. Margir reyndu að
koma á markaðinn sovereign,
sem innihélt minna gull en vera
átti. Og einn keppinauturinn
lét sér ekki nægja að framleiða
sovereign, heldur einnig ítalsk-
"r lírur, en Beraha vissi, að
það mundi strax vekja athygli
lögreglunnar og Interpol mundi
hefja gagngerða rannsókn á
allri peningafölsun á Ítalíu.
Hann vildi ekki lenda í sliku.
Hann seldi hið fagra hús sitt í
Mílanó og fluttist til Lugano i
Sviss. Þar komst hann að því,
að enska lögreglan hafði upp-
götvað falsanir hans og rakið
slóðina að honum og heimtaði
hann framseldan. Er hann hafði
tryggt sér færustu lögfræðinga
Sviss, lét hann handtaka sig.
Samvizka hans var róleg. Sviss-
lendingar héldu honum í fang-
elsi í sjö mánuði til yfirheyrslu,
og i júli 1952 kvað hæstiréttur
Sviss upp dóm í einu hljóði.
Þar er hvert orð gullvægt:
— „Italir krefjast framsals
þessara manna (Berahas og
myntsláttumanns hans, Bern-
ardis) og byggja þá kröfu á
samningi um útrýmingu fals-
aðrar myntar. Þannig á ekki að
taka afstöðu til, hvort menn
þessir hafa framleitt þá mynt,
sem hér er lögð fram sem sönn-
unargildi, né heldur, hvort þeir
hafi blandað hana á réttan hátt,
lieldur aðeins. hvort hin enska
mynt sovereign er gjaldgeng
mynt í heimalandi sinu, Sttóra-
Bretlandi. Að þvi er okkur er
bezt kunnugt, er sovereign ekki
tekinn gildur sem greiðsla fyrir
vörur eða þjónustu í Stóra-Bret-
landi. Ef Englandsbanki heldur
því fram, að sovereign sé enn
gjaldgeng mynt, þá er hann einn
um þá skoðun.“