Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 29
DALEIÐSLA
37
sem talaði við hana i síma og
þóttist vera læknir. Dr. Mayer
beitli sjálfur dáleiðslu til að
kanna hugarfylgsni konunnar og
rekja þá meðferð, sem hún
liafði hlotið. Hann komst að
ýmsu misjöfnu.
Konan var næm fyrir dá-
leiðslu. Hún hafði orðið vilja-
laust verkfæri í höndum dá-
valdsins. Hann hét Franz Walt-
er. Hann varð elskhugi hennar,
og svo ósvífinn var hann, að
hann lánaði hana jafnvel vinum
sínum gegn gjaldi, enda þótt
hún vissi það ekki, því að hann
taldi henni trú um, að hún
myndi það ekki, þegar hún
vaknaði.
Walter jafnvel kom konunni
til þess að taka byssu og reyna
að skjóta mann sinn í svefni,
en setja byssuna svo í hendur
honum til þess að láta iíta svo
út sem hann hefði ráðið sér
bana.
Nóttina cftir vaknaði ég,
segir konan við dr. Mayer,
spennti gikkinn og setti hlaupið
að enninu á manni mínum. Ég
tók í spennuna, en einhver hafði
tekið skotið úr byssunni.
Alls reyndi Walter sex sinnum
að fá konuna til að myrða mann
sinn, en allt mistókst með ein-
hverjum hæti. Þá taldi hann
henni trú um, að hún yrði að
fyrirfara sér. Hún reyndi að
henda sér í Rin, en ráðskona
hennar elti hana og bjargaði
henni.
Eftir tveggja ára leit fannst
Walter þessi, mest fyrir upp-
lýsingar, sem dr. Mayer fékk
lijá konunni, meðan liún var
dábundin. Hann var fundinn
sekur og dæmdur i tiu ára fang-
elsi.
Þýzkir sérfræðingar stað-
liæfðu, að konan væri á engan
hátt öðruvísi en fólk er flest
nema næm fyrir dáleiðslu. Hins
vegar hafði dávaldurinn, sem
iðkaði list sina af slægð og
kunnáttu í glæpsamlegum til-
gangi, náð öldungis óvenjulega
djúpu og varanlegu valdi yfir
lienni.
Dáleiðsla er notuð í ýmsum
löndum vestan liafs til að upp-
iýsa glæpamál. Komið hefur i
Ijós, að sjónarvottar muna í dá-
leiðslu öll smáatriði atviksins,
enda þótt vökuvitundinni séu
þau algerlega hulin, t. d. númer
á bifreið, sem fram hjá ók. En
jafnvel í starfsemi lögreglunnar
er dáleiðslan ekki hættulaus.
I desember fyrir tæpum tveim-
ur árum var ungur Chicago-
búi tekinn höndum og sakaður
um að hafa rænt fallegri flug-
freyju. I réttarhöldunum kom
tvisvar í Ijós, að stúlkan þekkti
hann ekki. En eftir að hún hafði
verið dáleidd af dávaldi, er