Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 163
171
>1-----------------------------------------
Hvaðan eru sigeunar upp runnir?
TUNGUMÁL sigeuna er
fornt. Meginstofninn í máli
þeirra er talinn vera skyldastur
hinu forna tungumáli sanskrít
af öllum, sem nú eru töluð.
Fyrir því er það hald manna,
að sigeunar, hin víðförla og við-
fræga flökkuþjóð, séu upp runn
in á Indlandi. Að líkamlegu út-
liti virðast Þeir líka að sumu
leyti í ætt við hinn indverska
þjóðarstofn, og til hins sama
benda ýmsir siðir þeirra. Yfir-
leitt mun litið svo á, að þeir
séu komnir einhvers staðar
austan úr Asiu. En þrátt fyrir
það, þótt tunga þeirra virðist
runnin frá sanskrít, og vel
megi gera ráð fyrir, að þeir séu
komnir út af leifum af ein-
hverri indverskri kynkvísl, sem
flutzt hefur úr landi af ein-
hverjum orsökum, líta fræði-
menn þó á uppruna þeirra
sem gátu.
Saman við mál þeirra eru nú
runnin orð og áhrif frá grísku,
slavnesku, rúmensku, ung-
versku, spænsku, þýzku,
frönsku og ensku, það hefur
tekið við orðum úr tungum
— Information
þeirra landa, sem sigeunar
gistu.
Sigeunar eru nú dreifðir um
allan heim. Flestir sigeunar,
sem til eru vestan hafs, fluttu
þangað frá Ungverjalandi, Rú-
meníu og Spáni eftir 1880. Og
nú er gizkað á, að það séu 100
þúsund sigeunar í Bandaríkj-
unum. En annars er ekki talið
á nokkurs manns færi að koma
með sennilega ágizkun um
fjölda þeirra. Meðal annars
flakka nokkur hundruð sige-
unafjölskyldna um skógana í
Svíþjóð og Noregi. Hinsvegar er
til sú ágizkun að þeir séu um
5 milljónir alls í heiminum.
Þrátt fyrir það þótt sigeunar
verði, eftir því sem til þeirra
næst, að hlíta lögum þeirra
landa, sem Þeir gista, hafa þeir
sín eigin lög og hafa jafnvel
yfir sér nokkurs konar „kon-
unga“ og „drottningar". Þeir
eru nú orðnir blandaðir. Sige-
unablóðið er sennilega ekki
eins hreint og um er talað, enda
þótt hin sýnilegu einkenni og
lifnaðarhættir séu jafnan hin-
ir sömu hjá Þessari ævafornu
Þjóð.
Roundup —
1