Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 97
HVERNIG Á AÐ AFLA FÆÐU ...?
105
Hvað er nú það? ÞaS er ein-
faldlega að rækta jurtir og plönt-
ur í vatni og hafi. Plöntur, sem
ræktaðar cru í vatni, eru langt-
um næringarmeiri en samsvar-
andi plöntur, sem ræktaðar eru
á landi. Til dæmis er uppsker-
an af tómötum helmingi meiri,
ef þeir eru ræktaðir í vatni
en ella. Sama máli gegnir um
kartöflur og korn. Þessi árangur
fæst að vísu ekki, nema bætt
sé í vatnið ýmsum bætiefnum.
Það má vera, að Malthus hafi
haft rétt fyrir sér á sínum tíma,
en nú eru landbúnaðar- og mat-
vælaframleiðsluvísindin að ger-
breyta jörðinni.
Hafið getur einnig tekið við
nokkru af starfi akranna. Rúss-
neskur prófessor kannar nú,
hvernig unnt sé að ala upp
hvali í víðáttumiklum „tjörnum“
í hafinu, þar sem halirnir eru
friðaðir. Hvalkjöt er ákaflega
næringarmikið, og magnið af
hverju dýri er óskaplegt. Þar er
mikill matvælaforði geymdur i
hafinu, ef tekst að auka hval-
stofninn aftur. Aðrir visinda-
menn vinna að því að rækta
svif og þörunga, en þar er að
fá ýmis efni, auðug að eggja-
hvituefnum. Þá ætti að vera
auðveit að þrefalda fiskfram-
leiðsluna.
Hvalir verða fullvaxnir á
tveimur árum. Hvað veldur?
Einfaldlega sú staðreynd, að
fæða þeirra er ótakmörkuð, og
það, að gróður hafsins er nær-
ingarmikill og ótakmarkaður.
Hvers vegna eklci að rækta
þörunga í tjörnum á landi, þar
sem auðveldara er að ná til
þeirra en í liafinu? Eitt orð er
hér lausnarorð: photosyntese.
Það er orð yfir áhrif sólarljóss-
ins á allt líf. Margir vísinda-
menn vinna að þvi að rannsaka
þessi efni. Með þvi að nota
hina dularfullu orku sólarljóss-
ins og þær breytingar, sem það
veldur á jurtum, er unnt að
margfalda uppskeru.
Það er photosyntesan, sem i
raun og veru framleiðir alla
fæðu manna og dýra, á jörðu
og i hafi. Og nú eru vísindin
að taka hana í sina þjónustu,
og hafa með því opnazt nær
því ótakmarkaðir möguleikar til
fæðuöflunar. Leyndardómur
blaðgrænunnar hefur lokizt upp
að síðustu. Og hin nýja neyzlu-
planta, chlorelle, sem er örsmár
þörungur, sem vex i ósöltu
vatni, er nú ræktuð víða um
heim, og byrjað er að kenna
fólki neyzlu hennar. Þar er
fundin ný og merkileg fæðuteg-
und. Chlorelle er enn dýr fæða,
en verður vafalaust ódýr með
tímanum. En chlorelle má rækta