Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 45
ÖRBYLGJUMAGNARINN
53
vísindamaður seg'ir, sem þarna
starfar.
Greint hitastig Júppíters.
Fyrir notkun þessa magnara
hefur vísindamönnum í tilrauna-
stöð þessari tekizt aS mæla orku-
bylgjur frá plánetunni Júppíter.
Það hefur gert þeim kleift að
framkvæma í fyrsta skipti ná-
kvæma mælingu á hitanum á
Júppíter, sem reynist vera 150
stig á Fahrenheit við yfirborð
plánetunnar.
Ef til vill hefur þó notkunar-
gildi örbylgjumagnarans komið
hvað bezt í ljós í sambandi við
Echo I, endurvarpsgervihnöttinn,
sem Bandaríkjamenn skutu á loft
í sumar, er leið.
Vísindamennirnir, sem starfa
við rannsóknarstöð Bell-verk-
smiðjanna að Holmdel, segja, að
með tilstyrk magnarans hafi
þeim tekizt að nema endurkast
radíósendinga, er beint var að
gervihnettinum og aðeins voru
einn billjónasti hluti úr vatti að
orku. Með örbylgjumagnaranum
mátti styrkja þessi merki nægi-
iega, til þess að unnt reyndist
að skrá þau á segulband.
„Án örbylgjumagnaranna
mundu tilraunirnar með Echo I
lítinn árangur hafa borið," segir
einn af þessum vísindamönnum.
Allt bendir til þess, að ör-
bylgjumagnarinn geti komið að,
miklu haldi i sambandi við allar
varnarráðstafanir, geimkönnun
og flugstjórn að áliti sérfróðra
vísindamanna.
Einn af þessum sérfræðingum
telur, að venjulegt radarkerfi á
örbylgjusviði mundi þurfa sextíu
feta sendi- og móttökunet til að
koma að sömu notum og radar
með örbylgjumagnara og aðeins
fjögurra þumlunga loftneti. Slik-
ur sparnaður á bæði rými og
þyngd, án þess að nokkuð sé
dregið úr notagildinu, getur haft
hina mikilvægustu þýðingu í
sambandi við flug. Eins og stend-
ur, eru radartæki óþægileg til
notkunar i flugvélum — sökum
þyngdar og fyrirferðar.
Nýjustu tilraunir með ljósmagn-
ara.
Fyrir skömmu hafa verið gerð-
ar tilraunir í rannsóknastofnun
Bell-verksmiðjanna, sem veita
nokkra hugmynd um væntanlegt
notagildi Ijósmagnarans.
Við tilraunir þessar var notað-
ur sproti úr gervi-roðasteini,
hálfur annar þumlungur á lengd
og einn fimmti úr þumlungi að
þvermáli. Fremri epdi sprotans
var fágaður, unz flöturinn varð
gljásléttur, og síðan var bann
þakinn næfurþunnu, hálfgagn-
sæju, en þó speglandi silfurlagi.