Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 107
SJÖ ÁRA DRENGUR ALEINN í AUÐNINNI
115
einn hljóðin, sem hann heyrði,
var þytur vindsins í trjákrónun-
um.
Hann starði upp í bláan him-
ininn. Faðir hans hafði sagt hon-
um, að mikilvægt væri að muna,
í livaða átt sólin hefði verið.
þegar hann hefði verið fyrir utan
skóginn. Sólin hafði skinið í and-
lit hans, svo að tjöldin hlutu að
vera þessa leið til baka, og hann
byrjaði að hlaupa.
Þannig byraði sagan um hug-
rekki, sem varð öðrum til
skcmmtunar, — því að á þessum
hráslagalega októbermorgni byrj-
aði furðusagan um drenginn, sem
hvergi fannst.
Um niuleytið árdegis uppgötv-
uðu foreldrar Bruces, að hann
var horfinn, og um þrjúleytið
fengu þau hjálp til að gera leit
að honum. Fjöldi sjálfboðaliða
kom bráðlega frá Winslow, þar
sem Crozier-fjölskyldan bjó, og
klukkan níu um kvöldið voru 80
leitarmenn dreifðir víðs vegar
um skóginn og ætluðu allir að
leita alla nóttina, ef þörf væri
á. Drengnum hlyti að vera orð-
ið mjög kalt.
— Ég hlýt að finna tjöldin
bráðum.
Á hlaupunum seinni partinn
um daginn tönnlaðist Bruce á
þessum orðum. Nú, þegar ekki
sást lengur til sólar, vissi hann,
að hann yrði að dveljast þessa
nótt aleinn í auðn skógarins.
Hann hugsaði um hérann, sem
hann hafði hrakið í burtu þá um
morguninn. Skjálfandi byggði
Bruce sér skýli úr berki og furu-
greinum og skreið inn það.
Morguninn eftir var allt á
fleygiferð í kringum tjöldin.
Kraftmiklar flutningabifreiðar
komu með sjálfboðaliða til leitar-
innar og ferðaeldhús frá land-
hernum til þe-ss að sjá þeim fyrir
mat. Seinni hluta dagsins höfðu
um það bil 1000 leitarmenn boð-
ið sig fram, og enn voru þeir
að streyma að. Margir leitar-
mannanna voru ríðandi, þar á
meðal faðir Bruces, Robert Croz-
ier. Lögreglustjórinn, skógar-
verðir, vinir og kunningjar fjöl-
skyldunnar, —• jafnvel bláókunn-
ugir menn, — létu hughreysting-
arorð falla til Bernice Crozier.
„Á morgun komum við með
sporhunda," sögðu menn úr her-
deild rikisins hughreystandi. Um
náttmálabil höfðu hinir þreyttu
leitarmenn ekki fundið nein spor
eftir Bruce.
BRUCE VAKNAÐI með felmtri
og horfði undrandi á sólargeisl-
ana, sem dreifðust niður til hans
í gegnum þétta trjátoppana Hon-
um var kalt, en verri var þó nag-
andi sulturinn í maga hans og