Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 126
134
ÚR VAL
ar, er hann leigði skanimt frá
Tokýo. Ungu konurnar þágu
boðið, og á tilsettum tíma komu
þær ásamt fylgdarmanni. Þær
fengu beztu herbergin, kaup-
maðurinn hlóð á þær gjöfum
og veitti þeim allt liið bezta.
Og svo fóru þær heimleiðis dag-
inn eftir, var Bandaríkjamaður-
inn viss um að eiga þrjár feg-
urstu konur Japan að vinum.
— En um næstu mánaðamót,
sagði hann, — kom reikningur.
Þar var farið fram á greiðslu
fyrir þann tíma, sem geishurnar
höfðu dvalizt í mínum húsum,
— um það bil 40 000 krónur.
Ekkert gat komið honum
meira á óvart. Mikilvægasta
leyndarmál geishanna er ein-
mitt að láta menn gleyma því,
að þær séu til, — að þær hafi
verið leigðar. Menntun þeirra og
menning er slik, að þær minn-
ast aldrei á peninga í hinum
heillandi samræðum sínum.
Japanskur vinur minn sagði:
— Langflestir þeirra kaupsýslu-
manna, sem leigja geishur, heyra
aldrei minnzt á greiðslu. Reikn-
ingarnir eru sendir til gjald-
kera fyrirtækja þeirra, og þar
eru þeir greiddir sins og hver
önnur risna.
Þetta er ekki eingöngu venju-
leg þagmælska, heldur engu síð-
ur ákveðin ósk um, að geishurn-
ar haldi virðingu sinni. Sama
máli gegnir um ástalífið. Margir
útlendingar halda, að þær séu
eins konar vændiskonur, sem
unnt sé að hringja í, dýrar og
töfrandi. En þegar þeir hitta
þær, mæta þeir ungum konum,
klæddum þróngum silkikjól, sem
þær virðast alls ekki hafa í
hyggju að fara úr, og það sýn-
ist vera óhugsandi að nálgast
þær beint.
Enginn skyldi búast við frum-
stæðum ástarmökum, þegar
geisha er annars vegar, heldur
þvert á móti tign konunnar eins
og hún verður mest. Þær eru í
senn hreinlifar og girnilegar,
auðmjúkar og ósnertanlegar.
Þær leika sér að öllum freist-
ingum, en hrinda þeim jafnóð-
um frá sér. Öll framkoma þeirra
er þrungin fagurri leynd. Þær
eru meistarar i að koma af stað
vandræðum, en snúa þeim upp
í gaman á næsta augnabliki —•
eða vekja með augnatilliti sínu
löngun karlmannsins. Allt miðar
að þvi einu að breiða yfir hina
kynferðislegu lilið samfélagsins
með manninum, — ekki til þess
að útrýma henni, heldur til
þess að hefja hana i æðra veldi
með öllum brögðum, sem lærzt
hafa i þúsund ára hámenningu
Japana.
Mikill fjöldi smáatriða í þessu