Úrval - 01.11.1961, Blaðsíða 127
ÁSTIR OG GEISHUR
135
sambandi fer algerlega fram
hjá Vesturlandamönnum. XJndir
silkikimonónum eru geishurnar
i tveimur þykkum baðmullar-
kjólum, sem gerir þeim erfiðara
um gang, en gerir jafnframt
göngulagið meira aðlaðandi.
Hvorki hárgreiðslan, skartgrip-
irnir né andlitsförðun er eins
og hjá venjulegum konum.. Og
aðeins einn liluti líkama þeirra
er nakinn, hálsgrófin, sem Jap-
önum þykir mest seiðandi lík-
amshluti konunnar. Það mætti
orða þetta þannig, að geishurn-
ar stunduðu nektardans með
neikvæðum forteiknum.
Þessi list er svo erfið, þótt
hún virðist svo einföld og sjálf-
ráð, að það tekur mörg ár að
læra hana til nokkurrar hlítar.
Ilin fræga kvikmyndaleikkona
Yoko Tani fékk að reyna það.
Hún hafði búið árum saman i
Frakklandi, er hún fór til Japans
vegna töku myndarinnar Ma
Geisha. Lék hún geishu i þeirri
mynd. En er hún bað mann,
sem kennir geishunum listir sin-
ar, að gefa sér nokkrar ráð-
leggingar varðandi framkomuna,
fórnaði hann höndum og sagði:
— Þér vitið ekki, hvað þér biðj-
ið um. Það tekur fimm ár fyrir
geishu að læra að búa til te á
réttan hátt. Það tekur hana
þrjú ár að læra að ganga og
jafnlangan tíma að læra að
dansa. Og liún verður að vita
allt; hún verður að læra tón-
list, málaralist, kynna sér zen-
búddisma, stjórnmál og verð-
sveiflur í kauphöllinni. Ekkert
má henni koma á óvart.
Yoko fékk hann samt til að
kenna sér undirstöðuatriðin, en
í hvert skipti, er hún kom til
lians, stundi hann og sagði, að
þetta væri glæpur gagnvart
hinni göfugu list geishunnar.
Fyrsta flokks geishur (flokkarn-
ir eru fimm) byrja að læra list
sína fimm ára að aldri og halda
áfram námi sínu alla ævi.
Musteri þeirra, liinn sögulegi
staður, þar sem þær enn á
tuttugustu öld halda við þessari
þúsund ára stétt, er í Gion-
hverfi í Kýoto. Þar búa milli
fjögur og fimm liundruð geishur
á sama liátt og stallsystur þeirra
hafa gert frá miðöldum. Fram
til klukkan fimm á degi hverj-
um læra þær tegerð og ýmsar
„seremoníur“ í þvi sambandi,
dans og söng. Um sjöleytið eru
þær fullklæddar og stíga inn í
fyrirferðarmikla, bandaríska
bíla, sem bíða við dyrnar, og
aka i ochya, þessi sérkennilegu
veitingahús, sem ein mega taka
á móti geishum. Þar bíða við-
skiptavinir þeirra, auðugir kaup-
sýslumenn, aðrir hafa ekki ráð