Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 27
LEYNIFÉLÖG í AFRÍKU
35
unum, og allir hlýða skilyrðis-
laust, bæði meSlimir og aðrir.
Ef menn hins vegar brjóta fyi’ir-
mælin, hljóta þeir þunga refs-
ingu, eru jafnvel líflátnir. Og
enda þótt tilgangur félagsskapar-
ins sé að vinna dyggilega að
hag heildarinnar, veldur þessi
liður starfsháttanna því, að hann
getur haldiS íbúum heilla byggSa
í sífelldum ótta. Enn verr eru fé-
lögin séS fyrir það, að Evrópu-
menn, sem búa á starfssvæði
þeirra, vita ekkert um þau nema
það, sem fram kemur í hefndum
og hryðjuverkum.
Komofélagið meðal Bambara-
manna í Vestur-Afríku er gott
dæmi um leynifélag. Þetta eru
eins konar mannfélagsverndar-
samtök, er hafa tekið að sér að
hegna morðingjum, þjófum,
fólki, sem gerist legorðssekt, og
mönnum, sem vegna ills innræt-
is virðist geta valdið heiðarlegu
smafélagi skaða.
Maður, sem gerist sekur á ein-
hvern þennan hátt, fær óvænta
heimsókn. Einhver reglubróðir
kemur á lians fund grimuklædd-
ur og tilkynnir honum að hann
eigi að mæta á samkomustað fé-
lagsins einhvern tiltekinn dag.
Ef hann getur ekki hreinsaS sig
af áburSinum og líkurnar mæla
sterklega á móti honum, er hann
annað hvort líflátinn á stund-
inni eða hann andast af eitri
einhvern næstu daga. Ef hið síð-
ara er tilfellið, tilkynnir félagið,
að það muni láta sækja likið.
Börn og konur halda sig innan
veggja og skýla sér i myrkrinu,
en fulltrúar félagsins koma og
sækja likið. Útförin fer fram
og til þess að allir megi vita,
hvað gerzf hafði lætur félagið
hengja mittisskýlu hins liflátna
á stöng, heiðarlegu fólki til við-
vörunar.
Komofélagið heldur þannig
uppi og rækir eigið réttarfar.
ÞaS er líka, sakir leyndarinnar
miklu, betur sett til að komast
til botns í málinu, heldur en t. d.
höfðinginn sjálfur, sem sakir
embættis síns verður að starfa
fyrir opnum tjöldum.
Auk þessarar löggæzlu heldur
það uppi lánastarlsemi. Félagið
eignast fé með framlögum með-
lima og fórnum til Komoand-
ans, en félagið er umbjóðandi
hans meðal mannanna. Síðan
gefur félagið þorpsbúum kost á
rentulausum lánum, en ef lán-
takandi getur ekki innt greiðsl-
una af hendi á réttum gjald-
daga, á hann ekki von á góðu.
Ef greiðslan dregst á langinn,
deyr hann með undarlegum
hætti, sennilega af eitri. Félagið
hefur ekki líflátið hann, heldur
sjálfur Komoandinn.
Ekki er þó ferill allra félag-
anna blóði drifinn. Meðal Bam-