Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 92
100
ÚRVAL
heppna, að hjálp skyldi berast úr
landi.
Vatnasnákarnir sækja upp að
bökkunum, þar sem menn þurrka
blöð pálmatrjánna og hneturnar, en
þar fellur alltaf til einhver úrgang-
ur, sem hænir fiska að. Jafnvel er
talsvert um snáka á fljötsbakkan-
um hjá sjúkrahúsinu mínu, og er
það eitt af því fyrsta, sem nýkomn-
ir læknar og hjúkrunarkonur eru
vöruð við. Það verður að viðhafa
alla gætni niðri við bakkana, sér-
staklega eftir að myrkt er orðið.
En margir taka ekki aðvaranirnar
ýkja alvarlega, fyrr en þeir hafa
staðið andspænis háskanum
Margur afbragðshundurinn hefur
orðið snákunum að bráð. Duglegir
varðhundar hika ekki við að ráð-
ast á þá og gera sér ekki grein
fyrir hættunni. Hundar eru vamar-
litlir í baráttunni við þennan óvin.
Hænsnin aftur á móti standa betur
að vígi með sína hvössu gogga og
fjaðrahaminn.
Á síðastliðnu ári voru gefnir burt
tveir af hundum þeim, sem hér
hafa alizt upp. En höggormar hafa
drepið þá báða. Sá fyrri féll, þegar
hann var að varna eiturormi að
komast inn í hús, en hinn varð
kyrkislöngu að bráð, sem hann
hafði komið á óvart í sefrunna.
Miklu meira mundi vera um
snáka hér, ef þeir ætu ekki hver
annan. í bardaga hafa eiturormarn-
ir ekki neina yfirburði yfir hina,
því að þeir síðamefndu era næst-
um ónæmir fyrir eitrinu, eins og
broddgeltirnir. Þegar tekið er tillit
til þess, hve mikið er hér um eitur-
orma, fæ ég ekki séð annað en að
furðu lítið mannfall sé af þeirra
völdum. Skýringin á þessu liggur
sjálfsagt í meðfæddri gætni þeirra
innfæddu, og hvítu menninir læra
fljótlega að fara að dæmi þeirra,
sem vita betur. En oft hefi ég þurft
að gefa blóðvatn gegn slöngubiti
og þannig bægt dauðanum frá.
Hún sýndist gömul.
LAFÐI CHURCHILL hefur um skeið átt við að stríða augn-
veiki og er orðin sjóndöpur. Vinkona hennar hafði orð á því
við hana, hvers vegna hún notaði ekki gleraugu. Þá svaraði hin
77 ára gamla lafði Churchill: „Ég nota Þau eins oft og ég get,
en Winston segir, að ég sýnist svo gömul, ef ég er með Þau.“
— Sunday Telegraph.