Úrval - 01.08.1962, Blaðsíða 44
52
ÚRVAL
tveggja eina eggfrumu til siíkrar
þróunar. Þegar hún er fullþroskuð,
nálgast þessi örsmáa fruma yfir-
borð eggjakerfisins. Hún er urriluk-
in vökva, sem er síðan umlukinn
þunnri himnu. Stærðin er svipuð
og lítillar kúlu. Himnan utan um
vökvann tognar, og loks rifnar hún.
Eggið leggur síðan leið sína til
legsins.
Hormónastarfsemi hefur átt sér
stað í leginu vikuna á undan egg-
losinu. Veggir þess þykkna og nýtt
blóðæðakerfi myndast til þess að
sjá fyrir næringu handa væntan-
legu barni. Síðan losna þessir ný-
mynduðu vefir, ef ekki verður um
frjóvgun að ræða. Náttúran hefur
ekki náð takmarki sínu, og fyrstu
tíðablæðingar hinnar ungu
stúlku hef jast. Það er fyrsta örugga
sönnun þess, að hin mikla mynd-
breyting sé nú fullkomin. Hin unga
stúlka mun brátt verða reiðubúin
til þess að fæða barn.
Ekki eiga minni breytingar sér
stað í líkama drengsins, þegar kyn-
þroskinn hefst. Við örvun frá heila-
dinglinum byrja eistnavefir að
vaxa, aukast og þroskast. Þeir
munu hafa tvöfaldan tilgang, þegar
þeir aru fullþroskaðir, framleiðslu
karlhormónsins testosterone, sem
síast inn i æðakerfið, og fram-
leiðslu frjófruma, sem nauðsyn-
legar eru til þess að framkalla
frjógun. Áhrif hormónsins eru
strax auðsæ. Hárvöxtur líkamans
breytist, og skegg tekur að vaxa.
Vöxtur er oft hraður, allt upp í
sex þumlungar og 25 punda við-
bótarþyngd á ári. Pilturinn vex
hinum himinháu stúlkum upp fyrir
höfuð, báðum til mikils léttis.
Hendur og fætur vaxa með óskap-
legum hraða, þannig að pilturinn
líkist oft klunnalegu, klaufalegu
trippi.
Raddhæðin ákvarðast af magni,
lengd og teygjanleika raddband-
anna. Þau haldast tiltölulega stutt
I konum, og því eru kvenraddir
hærri. En á kynþroskaaldrinum
byrja raddbönd pilta að lengjast og
togna. Tal þeirra verður því oft
einkennilegt og óvisst, djúp bassa-
rödd þessa stundina, sem breytist
í skrækróma tón á næsta augna-
bliki, meðan piltarnir hafa ekki náð
fullri stjórn á vöðvum þeim, sem
um er að ræða.
Karlhormónið hefur einnig þau
áhrif, að blöðruhálskirtillinn tekur
að þroskast, en hann hjálpar til
þess að leggja fram vökva, sem
frjófrumurnar geta synt í og nærzt
af. Þessi kirtill vex frá því að vera
á stærð við baun upp I að verða á
stærð við kastaníuhnotu. Pilturinn
hefur nú náð því marki, sem nátt-
úran setti honum. Hann er minnsta
kosti líkamlega fær um að gerast
faðir.
Líkamsbreytingar þessa tímabils