Úrval - 01.08.1962, Síða 31
-----------------------■——---»
Fyrsti kafbátur í stríði
SUMARIÐ 1775 kom ungur
og veiklulegur stúdent til
Samuel Parsons hershöfðingja,
er þá var orðinn yfirmaður hins
nýstofnaða Bandaríkjahers, og
spurði hann hvort hann vildi
vita, hvernig hann gæti sprengt
brezkt orrustuskip í loft upp.
Ungi maðurinn hét David
Bushnell, og hershöfðinginn
hlýddi á mál hans með athygli.
Hann skýrði frá , þeim til-
raunum, er hann hafði gert við
Yale-háskóla, að púður gæti
sprungið í vatni, meira að segja
af miklum krafti. Og hann hafði
á prjónunum að smíða kafbát,
er stjórnað væri af einum
manni til Þess að koma vatns-
sprengju undir kjöl skipsins.
Parson sendi fyrirspurn til
sins yfirboðara, George Wa's-
hington. Og unga manninum
var sagt að halda áfram.
Ágústnótt árið 1776 var svo
Turtle, hinum litla og skringlega
kafbát, sökkt niður I Hudson-
á. í honum var hermaður, og
það átti að sprengja 64 fall-
byssna herskipið Eagle í loft
upp. Turtle var líkast tunnu í
laginu, 6 fet á hæð, gerð úr tré.
Út úr byrðingnum var fjögurra
blaða skrúfa. Unnt var að dæla
inn eða út vatni og kjölfestan
var 900 pund af blýi.
Vopnabúnaður Turtle til
sóknar og varnar var kútur
með 150 pundum af byssupúðri
og sigurverk. Unnt átti að vera
að festa þessum útbúnaði á
byrðing herskipsins rétt fyrir
neðan yfirborð vatnsins og
skilja sprengjuna þannig hang-
andi undir því, en eftir 20 mín-
útur átti hún að springa. En
þá átti hermaðurinn að vera
kominn heilu og höldnu til
baka.
Þetta leit allt vel út fræði-
lega skoðað. En það mistókst
nú samt. Byrðingur herskipsins
var sleginn koparplötum, og
það reyndist ókleift að festa
sprengjuna við skipið. Að lok-
um varð hann frá að hverfa.
Fleiri tilraunir voru gerðar,
en engin þeirra tókst. Og svo
varð Bretinn var við kafbát-
inn og sökkti honum.
Þrátt fyrir þetta var einn
valdamaður svo framsýnn að
hafa trú á tilraunum David
Bushnelis. Nokkrum árum eftir
stríðið skrifaði George Was-
hington forseti Thomas Jeffer-
son bréf, þar sem þetta er sagt:
„Ég hélt þá og ég held enn,
að þarna hafi verið snilligáfa
að verki“.
— Úr Coronet —
39