Úrval - 01.08.1962, Qupperneq 68
76
ÚRVAI.
frá þeirri hlið, er að þörfum
sjúklingsins lýtur. Enda þótt
margar þarfir hins sjúka séu
auðveittar, vitum við líka, að
stundum getur verið ákaflega
erfitt að leysa úr þeim, þótt fjöl-
skyldan sé öll af vilja gerð.
En við verðum að hafa hug-
fast, að einungis fjölskylda og
nánustu vinir geta veitt sjúk!-
ingnum þetta, sem hann alla
jafna þarfnast svo mjög:
Eðlilega ástúð og umhyggju
eiginkonu (eða eiginmanns) og
barna, foreldra og systkina;
fullvissu þess, að heimilið sé
varanlegt skjól, að það standi
svo föstum fótum sem nokkurt
mannaverk yfirleitt fær staðið.
Skýlausa vissu um að enginn
sé að reyna eða hafi hug á að
leggja undir sig það sæti innan
fjölskyldunnar, sem sjúklingur-
inn áður skipaði og á einn rétt
til. Hann verður að vita fyrir
víst, að það rúm, er hann áður
fyllti, stendur autt meðan hann
er að heiman og, biður þess, að
hann fyíli það að nýju.
Efalaus vitneskja um slika
hluti er sú stoð, sem veitir hin-
um sjúka hvað mestan stuðning
alls, meðan hann er að komast
til heilsu á ný.
Þegar maður, sem hefur verið
taugabilaður eða geðsjúklingur,
kemur fyrst heim af sjúkrahús-
inu, þá er hann að vísu á góðum
vegi til bata, en fjarri því
eigi að siður að vera fullhraust-
ur. Áður en það verður, þurfa
ættingjar að horfast i augu við
margan vanda.
Ekki er óliklegt að sjúkling-
urinn sé úr hófi hringlandalegur
og óákveðinn um flest, og oft
finnur hann til yfiþþyrmandi
öryggisleysis. Það tekur á hann
að koma út i hið venjulega líf
aftur. Viðbrigðin frá sjúkrahúss-
dvölinni eru mikil. Þar gat hann
verið öruggur og áhyggjulaus,
fjarri öllu dægurþrasi. Þar var
])ess vandlega gætt að halda frá
honum öllu því, sem líkur voru
fyrir að ylli honum geðbrigða;
allt miðaðist við hann einan.
Og það er einmitt þetta, sem
fjölskyldunni ber að gera fyrstu
dagana; veita honum allt það
skjól og ummönnun, sem nokkur
kostur er.
Þar eð sjúkdómurinn átti i
upphafi að nokkru rætur sínar
að rekja til vanmáttar manns-
ins að hafa hemil á hugsunum
sínum, tilfinningum og hátterni,
þá verður að veita honum fullan
stuðning til að breyta samkvæmt
þeim reglum, sem honum hafa
verið látnar í té og mikið getur
oltið á að hann haldi, svo að full-
ur bati náist.
Sjúklingurinn sjálfur hefur
einatt talsverðan skilning á
hvers hann þarfnast og hvað